Hlín - 01.01.1917, Side 78

Hlín - 01.01.1917, Side 78
16 Hlin eyjunni; þangað safnar hann til sín öllum bestu og dygg- ustu þegnum sínum úr lians óendanlega ríki, og hefur þeim búna þá sælu, sem skilningi yðar er ofvaxin, enda verður eigi h.eldur útskýrð með nokkrum orðum. En inn í húsum yðar eru fest upp spjöld úr gulli; á þeim finn- ið þjer alt það ritað, sem þjer verðið að gera, til þess að geta komist þangað, hvar ævarandi sæla bíður yðar.“ „Skýrt og skært skína fyrir yður á þeirn spjöldum, til staðfestingar öllu því, sem jeg segi yðui, boðorð yðar dýrlega konungs. Sælir eruð þjer, el' þjer látið þau leið- beina yður! Þá flytur yðar hinn alvarlegi ferjumaður frá eyju yðar á aðra rniklu fegri; og frá eyju til eyjar komist þjer æ nær og nær takmarki yðar.“ „Þannig flutti yður áður hingað frá fjarlægum stað Jiinn brosleiti ferjumaður; en eigi munið þjer nú neitt eftir yðar fyrri vistarveru; því að ákvarðað er Jtað af vís- dómsráði herra yðar, að hið umliðna skuli vera yður hulið, en að Jrjer skulið aðeins geta sjeð yfir hið nær- verandi, og horft með gleði fram á hið ókoinna. Lifið };ess vegna glaðir í voninni, og bíðið óhræddir eftir ferju- manninum, sem kallar yður burt frá þessari eyju á aðra fegri til ástvina yðar, sem á undan eru komnir.“ „Þeir einir hafa orsök til að skelfast af komu hans, sem ekki skeyta orðum mínum, eða gullspjöldunum í húsum þeirra; þá eina flytur hann afleiðis á fjarlægan og óbyggi- legan stað.“ Margt annað mátti heyra af munni Jiessa undrunarverða útlendings. Þeim varð líka starsýnt á hann. Margir fundu spjöldin, og skýrðu Jrau upp fyrir sjer, eins og hann sagði fyrir, og fögnuðu komu hans; en margir vildu líka ekki trúa orðum hans, hirtu ekki einu sinni um að leita let- ursins, og lifðu eins og áður. Sumir lögðu enda á hann hatur, eins og einhvern óróamann, álösuðu honuin sem svikara, og vildu hafa hann brott úr eyjunni. Þess vegna þegar alvarlegi maðúrinn kom altur á land í eyjunni, þá leiddu þeir útlendinginn á móti honum; —

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.