Hlín - 01.01.1918, Page 31

Hlín - 01.01.1918, Page 31
HUn 31 „Seg mjer meira,“ segir Sigríður. Birkivatn er alþekt fyrir gæði sín. Að ná því vatni skeður á þann hátt: Á vorin fyrr en laufin springa út, tekurðu ysta börkinn af svo sem tveggja aura bletti kringl- óttum á fullvaxinni hríslu, ekki gamalli þó. Borar síðan með hjólnafri neðan skáhalt upp á við. í þetta gat er sett pípa úr arnar- eða álftarfjöður. Undir vatn það er renn- ur seturðu skál eða krukku. Birkivatnið er seytt í tin- eða leirpotti við mjög hægan eld, það verður að saft, mjög líkri sýrópi. Lát síðan vatn þetta á flöskur og lát ögn af hunangi eða sykri, nærri því i/5 hluta, og geymir, uns það ætlar að fúlna, en það má ei. Þú getnr litað fitu- laus skinn úr birkivatni, og þau verða lifrauð." „Kendu mjer að matbúa fleira,“ segir SigTÍður. „Þú ert snildar- kona, Sigríður mín,“ segir Valgerður. „Taktu maríukjarna," segir Valgerður. „Hvar er hann?“ segir Sigríður. „Þá verðurðu að labba með mje-r ofan að sjó, því ekki fæst hann nema í fjörunni. Afvatna ltann í tvö dægur og sker hann sem annað kál, síðan er hann soðinn með rnjólk eða mysu, sem er betra en vatn til grautar. Er hann Jrá hollur og nærandi matur. Ekki er rjett að liafa stöngulinn með, heldur einungis blöðin. Einnig er hann ágætt kúafóður, því af honum mjólka þær vel. Til brauðgjörðar er sama aðferð við sölin, þau eru látin liggja í vatni tvö dægur, síðan soðin þegar búið er að saxa þau, áður en lagt er í brauð. Læt jeg nú staðar numið að sinni, enda koma þarna tveir menn ríðandi,“ sagði Valgerður. Þeir stökkva af baki þegar þeir sjá Valgerði og taka hana tali, og segja: „Hvað hafist það að hjer?“ „Tína jurtir,“ segir Sigríður. „Hvað þýðir það?“ „Peningasparn- að,“ segir Sigríður. „Hvernig fátnn vjer það skilið?“ Sigríður tekur skjóðurnar og sýnir þeim mosann og grös- in. „Getið þið sýnt mjer merki þess að hann sje að gagni?“ Lyftir Valgerður þá upp ytra pilsi sínu og er jrá innra pilsið brúnt með grænum og gulum röndum.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.