Hlín - 01.01.1921, Page 6

Hlín - 01.01.1921, Page 6
4 Hlln Jeg tilbið þig, allífsins andi, í öllu er skynjar mín sál, við Ijósbrot frá ódáins landi jeg Iæri að stafa þitt mál< í tónanna hrífandi hljómi, við harmanna blessandi gjöf, í gleðinnar dýrasta draumi, við dáinna ástvina gröf. Jeg tigna þig, hnattanna heimur, þín hátignar furðuverk skær, frá ljóskerfum leiftrandi sólna, að lífsfræi minsta, sem grær, hvert smáblys, er leitar til ljóssins, þar Iífstrauma uppsprettan býr, það afl, sem er ríkjandi’ í öllu og alheimsins sigurverk knýr. Jeg elska þig ársólin bjarta, sein ylgeislum vermir hvert strá og vekur þeim vonir í hjarta, sein vorið og birtuna þrá, °g ðaggtár, er liljublöð Iauga, sem lyftast mót dýrð þinni hátt. Jeg sje í því öllu Guðs auga og elskunnar sigrandi mátt. Kristín Sigfúsdótlir.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.