Hlín - 01.01.1921, Blaðsíða 11
Hlín
9
mikið og þarfl verk. — Auk góðgerðasfarfseminnar hafa
fjclögin unnið að ýmsum nauðsynjamálum: Komið upp
gistiskýlum fyrir ferðamenn, styrkt sjúkraskýli og hjúkr-
unarkonur, komið upp gróðrarreitum, haldið heimilisiðn-
arnámsskeið, keypt hlutabrjef í Eimskipafjelagi íslands og
Eimskipafjelagi Vesturlands o. fl. — Flest Ijetu fjelögin
vel yfir að greiðlega gengi að afla tekna. Almenningur
væri starfseminni hlyntur og vildi styðja hana í orði og
verki. Áttu sum fjelögin álitlega sjóði, jafnvel fleiri en
einn.
Aðalerindi mitt vestur var að ræða fjelagsmál með
konununi, jeg flutti og nokkra fyrirlestra. — Málaleitun
minni um Sambandsfjelagsstofnun fyrir Vestfirði var vel
tekið, enda höfðu nokkur fjelög þegar átt tal um það
sín á milli og ráðgert að koma á hjá sjer blaðasambandi.
Vonandi verður þetta fastmælum bundið næsta vetur,
svo að sambandsfund megi halda á komanda sumri. Pá
ætti ekki að líða á löngu að heimilisiðnaðarsýning yrði
haldin fyrir sambandssvæðið. ísafjörður, höfuðstaður
Vesturlands, er sjálfkjörinn fundar- og sýningarstaður
fyrsta sprettinn.
Fjeiagasambönd hafa hvarvetna reynst vel: Þau auka
kynningu, rýmka sjóndeildarhringinn, hin stærri viðfangs-
efni verða auðunnari, því margar hendur vinna Ijett verk
o. s. frv. — Að því verður að stefna að koma sem við-
ast á smærri fjelagasamböndum, er að sjálfsögðu gangi
síðar í Landssambandið.
— Það var ánægjulegt að kynnast svo mörgum fje-
lögum, sem virtust starfa með áhuga og fjöri og eiga
margar ágætar hugsjónir.
Jeg naut þess yndis að sjá Vesturland í sólskini og
sumardýrð, og þótti mjer það fagurt og frítt. Skógar-
gróður er þar talsverður. Mjer virtist öllum þykja vænt
um skógana, svo vonandi verður þeim hlíft við eyðingu.
Gætu kvenfjelögin lagt þeim liðsyrði á einhvern hátt
væri það gæfumerki. - Garðyrkja er stunduð mjög víða