Hlín - 01.01.1921, Side 12

Hlín - 01.01.1921, Side 12
10 Hlin með góðum árangri. — Garður síra Sigtryggs á Núpi í Dýrafirði sem hann nefnir s>Skrúð«, er forkunnarfalt- egur, og eru þó gróðurskilyrði alt annað en glæsileg. »Skrúður«, rafsuðan á Bíldudal og hraðskreiði Djúp- báturinn, sem annast allan flutning fram og aftur um Djúpið, alt eru þetta framfarir, sem hljóta að gleðja hjarta hvers góðs íslendings. Jeg þakka Vestfirðingum kærlega góðar viðtökur, ferðin var mjer bæði til gagns og gleði. Halldóra Bjarnadóttir. Skýrslur frá fjelögum. Eyfirskt kvennasamband. I’au munu nú vera 10 kvenfjelögin, sem eru starfandi í Eyjafjarðarsýslu (utan Akureyrar). Pau hafa átt fremur lítið saman að sælda hingað til eins og gerist í strjál- bygðinni, það er ætíð nokkur fyrirhöfn að ná saman. Pó er Eyjafjarðarsýsla betur sett en flest önnur hjeruð um samvinnu: dágóðar samgöngur á sjó, góðir vegir, veðursæld, brýr á flestum ám, símasambönd o. s. frv,— Myndarleg samvinnutilraun var sýningin, sem haldin var á Grund í fyrra sumar fyrir 3 framhreppa sýslunnar, unnu kvenfjelögin þar saman og tókst ágætlega. Oftar munu kvenfjelög hjer hafa slegið sjer saman um skemt- anir. — En það hefur vakað fyrir ýmsum víðsýnum konum hjeraðsins, að samvinna þurfi að verða á fleiri sviðum og ekki eingöngu við viss tækifæri. — Þegar fjórðungssýningin og kvennafundurinn var á Akureyri 1918, komu margar eyfirskar konur þar saman og sömdu

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.