Hlín - 01.01.1921, Side 21
Hlín
19
a. reyna til að stuðla að því að stofnað yrði Alment
skórœktarfjelag eins og t. d. »Det norske skögselskab«,
sem hefur víðtæka starfsemi um endilangan Noreg, og
hefur leyst feykimikið og gott verk af hendi. Margir af
bestu mönnum þjóðarinnar starfa að þessum málum með
lífi og sál. Skógræktarmálið er að verða alþjóðarmál
Norðmanna. — Pannig þarf það að verða á voru landi,
íslandi. Fengjum við okkar bestu menn og konur til að
fylkja sjer undir skóræktarfánann, þá ber jeg ekki kvíð-
boga fyrir framtíð málsins. Á þann hátt einan hef jeg
trú á hagkvæmum framkvæmdum í skógræktarmálum
vorum.
Já, svona stórhuga héf jeg nú verið í útlegð minni.
Hvað líst þjer? Jeg hef því kynt mjer nokkuð störf skóg-
ræktarfjelagsins norska. Er jeg æfifjelagi þar, og fjekk í
hitteðfyrra dálítinn styrk hjá formanni þess, Axel Heiberg,
ræðismanni, til þess að kynnast þeim málum í Noregi
vestanverðum. Býst jeg því við, að mjer mundi allhægt
að ná talsvert náinni samvinnu við það fjelag, og tel jeg
það bæði nauðsynlegt og afar mikils virði. —
Jeg hef hugsað mjer þrjá öfluga frumstofnendur að
þessum fjelagsskap hjer: Búnaðarfjelag íslands, Ræktun-
arfjelag Norðurlands óg Ungmennafjelög íslands, auk
þess mundi fjöldi einstaklinga fylkja sjer undir merki
vort og styðja fjelagið með fjárframlögum og á ann-
an hátt.
Og svo kem jeg að lokum að aðalatriðinu: fjárhags-
hlið þessa máls. Pví alsendis ónóg yrði það oss, þótt
vjer yrðum aðnjótandi alls þess styrks, sem hæstvirt Al-
þingi mundi láta af hendi rakna til þessháttar mála. Við
höfum ekki tíma til að hanga yfir þessu hálfa eða heila
öld, án þess að nokkur sýnilegur eða verulegur árangur
sjáist. ísland og fslendingar mega ekki við þvi. Stórstíg
og stórhuga verðum við að vera, trúa á Guð og landið
okkar og treysta báðum — og sjálfum okkurr
2*