Hlín - 01.01.1921, Qupperneq 21

Hlín - 01.01.1921, Qupperneq 21
Hlín 19 a. reyna til að stuðla að því að stofnað yrði Alment skórœktarfjelag eins og t. d. »Det norske skögselskab«, sem hefur víðtæka starfsemi um endilangan Noreg, og hefur leyst feykimikið og gott verk af hendi. Margir af bestu mönnum þjóðarinnar starfa að þessum málum með lífi og sál. Skógræktarmálið er að verða alþjóðarmál Norðmanna. — Pannig þarf það að verða á voru landi, íslandi. Fengjum við okkar bestu menn og konur til að fylkja sjer undir skóræktarfánann, þá ber jeg ekki kvíð- boga fyrir framtíð málsins. Á þann hátt einan hef jeg trú á hagkvæmum framkvæmdum í skógræktarmálum vorum. Já, svona stórhuga héf jeg nú verið í útlegð minni. Hvað líst þjer? Jeg hef því kynt mjer nokkuð störf skóg- ræktarfjelagsins norska. Er jeg æfifjelagi þar, og fjekk í hitteðfyrra dálítinn styrk hjá formanni þess, Axel Heiberg, ræðismanni, til þess að kynnast þeim málum í Noregi vestanverðum. Býst jeg því við, að mjer mundi allhægt að ná talsvert náinni samvinnu við það fjelag, og tel jeg það bæði nauðsynlegt og afar mikils virði. — Jeg hef hugsað mjer þrjá öfluga frumstofnendur að þessum fjelagsskap hjer: Búnaðarfjelag íslands, Ræktun- arfjelag Norðurlands óg Ungmennafjelög íslands, auk þess mundi fjöldi einstaklinga fylkja sjer undir merki vort og styðja fjelagið með fjárframlögum og á ann- an hátt. Og svo kem jeg að lokum að aðalatriðinu: fjárhags- hlið þessa máls. Pví alsendis ónóg yrði það oss, þótt vjer yrðum aðnjótandi alls þess styrks, sem hæstvirt Al- þingi mundi láta af hendi rakna til þessháttar mála. Við höfum ekki tíma til að hanga yfir þessu hálfa eða heila öld, án þess að nokkur sýnilegur eða verulegur árangur sjáist. ísland og fslendingar mega ekki við þvi. Stórstíg og stórhuga verðum við að vera, trúa á Guð og landið okkar og treysta báðum — og sjálfum okkurr 2*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Hlín

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.