Hlín - 01.01.1921, Page 25

Hlín - 01.01.1921, Page 25
Hlln 23 Það sýndi sig Ijóslega á þessari sýningu, að bæði á heimilisiðnaðurinn marga vini víðsvegar um iand og að hann lifir dágóðu lífi. Pað voru engin dauðamörk á hon- um. Ýmisleg afvik urðu til þess að draga úr þátttöku í sýningunni og tefja fyrir munum að komast í tæka tíð suður: smásýningar drógust vegna versnandi tíðar- fars í maí, bílvegir á Suðurlandi voru ófærir langt fram í júní og á Austurlandi vóru sóltvarnir viðhafðar um. þetta leyti. F*að rúm, sem sýningin hafði yfir að ráða var mjög takmarkað, aðeins 5 herbergi, en þótt sýningin væri ekki stærri en þetta, leiddi hún greinilega í Ijós, hvernig á- slatt er um heimilisiónaðinn í landinu. Munirnir voru liðlega 2000 aó tölu, og skiftist þannig eftir iðngreinum: Prjónles 835, Vefnaður 361, Hannyrðir og ljereftasaum- ur 405, Skinnavara 66, Bast-, tága- og burstagerð 135. Smíðisgripir úr trje, málmi, beini og horni, bókband, pappavinna, leikföng og áhöld til heimilisiðnaðar 274 munir. Karlmennirnir helguðu sjer aðallega síðastnefndan flokk, þótt þeir ættu einstaka hlut annarsstaðar. — Sjer- staklega áttu þeir góðan þátt í vefnaðinum. Af sýslunum voru S.-Pingeyjar- og Eyjafjarðarsýslur hæstar (á 3. hundrað munir frá hvorri). Par höföu smá- sýningar verið haldnar á nokkrum stöðum í vor eins og svo oft áður, og kom sending í einu Iagi frá hverri sýningu eða kvenfjelagsdeild, Ijettir það eigi lítið mót- töku. — Aðsókn að sýningunni var góð (á 6. þús. manns) og gott orð fjekk hún hjá almenningi, menn höfðu víst ekki búist við svo góðum árangri, hugðu sumir heimilisiðnaðinn dauðan, að jeg held. — Pað sem sjerstaklega setti blæ á sýningu þessa var ullariðnaður- inn, enda er það hann fyrst og fremst, sem leggja verð- ur alla alúð við að framleiða, bæði til innlendrar notkun- ar og til útflutnings. — Lítið bar á tilraunum í þá átt að framleiða í stærri stíl, en þegar menn gera aðeins einn og einn hlut af hverri tegund verður vinnan eðlilega

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.