Hlín - 01.01.1921, Page 27

Hlín - 01.01.1921, Page 27
Hlin 25 um framleiðslu til sölu innan lands og utan, þannig að hver tekur sína grein og leggur stund á hana eftir mætti. Vjelarnar á heimilunum: spunavjelar, hraðskyttuvefstólar, prjóna- og saumavjelar gera mönnum Ijettara að fram- leiða góð efni til klæðnaðar, sængurfatnaðar og híbýla- búnaðar, svo búa megi að sínu og spara umflutning. Kaupstaðarbúar jafnt og sveitafólk taka þátt í framleiðsl- unni til eigin afnota eða til sölu, og karlmennirnir verða ekki lengur eftirbátar kvenfólksins í þessum efnum. — Allar gamlar heimilisiðnaðargreinar þarf að rifja upp, svo þær týnist ekki, og bæta við nýjum við okkar hæfi, og listamennirnir okkar finna vonandi einhverjir hvöt hjá sjer til þess að verja kröftum sínum í þjónustu hins gamla, góða íslenska heimilisiðnaðar, oss er mikil þörf á íslenskri list einnig á því sviði. — Hvernig er hugs- anlegt að þessu fleygi svo fram á fáum árum? — Gera má ráð fyrir að hugsunarhátturinn sje nokkuð að breyta stefnu. En það er líka gert ráð fyrir miklu og stefnu- föstu starfi. Ping, stjórn og almenningur þarf að vera þar vel samtaka, ef greiðlega á að ganga, en ekki verður því um kent, að jarðvegur sje hjer ekki fyrir heimilis- iðnað. Það sem við þurfum er: jrœðs'la, œjing og gott skipu- lag. — Á börnunum verður að byrja, því þarf handa- vinnan að komast inn í alla barna- og unglingaskóla á landinu, og fullorðna fólkið verður að eiga kost á sjer- fræðslu í öllum greinum heimilisiðnaðarins: vefnaði, smíðum, prjónaskap, skóviðgerðum, bókbandi, viðgerð á reiðskap, saumaskap, tóskap, vjelaspuna o. fl. — Kenn- ara þarf að menta, fyrst og fremst barnakennarana og mentun þeirra þarf að verða innlend, við okkar hæfi. Til framkvæmda þurfum við duglegan, velvakandi mann komulag er sjálfsagt, er ttm stærri sýningar er að ræða, óhugs- andi að leggja þá ábyrgð á fárra manna hcrðar, ábyrgð scm ncmttr tugum þúsunda.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.