Hlín - 01.01.1921, Side 28

Hlín - 01.01.1921, Side 28
26 Hlln eða konu sem sjer um námsskeið og sýningar, athugar handavinnuna í skólunum, hefur hönd í bagga með um fræðslu handavinnukennara, annast um mat á uilar- iðnaði og markað utanlands og innan. Stjórnarvöldin verða að styðja viðleitni almennings um útvegun vjela, er Ijetta framleiðsluna, t. d. kembingarvjela. — »En — þetta verður alt svo dýrt,« segja menn. »já, að vísu, en það fæst margfaldlega endurgoldið í aukinni starfsemi og vaknandi áhuga um að framleiða sjálfur og spara innflutning. Starfsemin bætir fólkið, og það verður ekki metið til peninga«! — Sveita- og bæjafjelög mundu fús- lega leggja fram fje til heimilisiðnaðarfræðslu á móti rikissjóðsframlögum, og einstaklingurinn vill og nokkuð á sig leggja til þess að fá að læra. »Tekst ef tveir vilja,«' segir máltækið, hvað þá ef þrír eru samtaka. Já, við eigum margt ógert fyrir næstu landssýningu, en ef hendur standa fram úr ermutn og starfað er með hug og dug að settu marki, þá sigrum við um síðir. H. B. Heilbrigðismál. Augnspítalinn í New York. Fáir menn hjer á landi munu vita um lækningastofnun eina mikla og góða í New York, þar sem hægt er að fá góða bót þeirra meina, sem þar er fengist við. Vil jeg því reyna að gefa Iesendum »Hlínar« þær litlu upplýsingar, sem jeg get. Ske mætti að það yrði einhverjum til gagns. Eins og nafn og utanáskrift, er hjer fylgir, ber með sjer, er þetta spítali fyrir augna-, eyrna-, nef- og háls- sjúkdóma. Haustið 1919 komst jeg| jjangað og íjekk góða og

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.