Hlín - 01.01.1921, Page 36
34
Hlín
íslendinga við að vera á eftir tímanum eða vera gamal-
dags er blátt áfram hlægileg. F*að er ein hættan, sem
stafar af því að vera smáþjóð. Þröngsýni o: heimska, er
það að gleypa ekki við öllu nýju, hverju nafni sem
nefnist.
Ekki þarf að kenna útlendum áhrifum um þróttleysið
í uppeldinu á landi voru, sú alda er runnin undan eigin
rifjum. Hjá öðrum menningarþjóðum er lögð langtum
meiri rækt við uppeldismálin en hjá oss og agi miklu
strangari, enda heimska útlendingar þjóð vora fyrir, að
hjer kunni enginn að hlýða.
Ættum við ekki að reyna að vera samtaka um að hefja
okkur yfir alt tískutildur og fylgja heilbrigðri skynsemi,
nóg er hjer af henni, hamingjunni sje Iof, þótt hún fái
ekki ætíð að njóta sín. Reyna að hugsa sjálfstætt, fljóta
ekki með straumnum hugsunarlítið, það getur flotið að
feigðarósi, áður en varir. Landið útheimtir líkamlegan
styrkleik, og jafn lítilli þjóð er stór hætta búin af úr-
kynjun, ef hún ekki megnar að halda fast við skipulegar
og heilsusamlegar meginreglur, og hefur þroska til að
hafna óhollum stefnum, hvort sem þær heldur hafa
sprottið upp í þjóðarakrinum sjálfum eða eru aðfengnar.
Umbóta-þörfin er mest á starfssviði kvenna, því er eðli-
legt og sjálfsagt, að konur verði brautryðjendur í þessu
umbótastarfi. Og þær konur, sem mega sín nokkurs
vegna stöðu sinnar eða annara fríðinda, verða að feta
á undan. Það er ekki nóg að hrista höfuðið og fjölyrða
um ástandið, án þess að leggja hönd á plóginn til um-
bóta. »Friður og öllu óhætt,« segja sumir, »hjá mjer er
alt í góðu Iagi,« en: »þjer eruð hver annars limir,« líði
einhver limurinn, er líkaminn ekki héill.
— Heiibrigt er það ekki að vinna það fyrir tískutildur
að klæðast skjóllausum flíkum hjer á norðurhjara heims.
í öðrum löndum klæða menn af sjer hitann með hýja-
líni, hjer þurfum við að klæða af okkur kuldann með
skjólflíkum. F*að kemur hrollur í mann af að sjá þetta