Hlín - 01.01.1921, Page 42

Hlín - 01.01.1921, Page 42
40 Hlin þeir með hnífum og lyfjum sjeu ekki einfærir um að lækna. En iðjusemi, reglusemi og nœgjusemi þarf fyrst og fremst. IV. Ekkert er nýtt undir sólunni. Ait gengur í bylgjum. »Fluc.tuat nec mergitur« stendur í skjaldarmerki Parísar- borgar, og flýtur þar skip í öldugangi. »Vaggar á bár- um, en sekkur ekki« — þýða latnesku orðin. Og svona er það með þjóðfjelögin — það gengur oft skrykkjótt í heiminum, en engin hætta á að skútan sökkvi. Pjóðirn- ar eru að þroskast að mannviti og mannkostum, þó hægt fari stundum og setið sje eftir í sumum bekkjunum. Lengi skapast mannshöfuðið, en altaf er það að skapast í guðs mynd. Pegar við lesum okkar eigin þjóðarsögu sjáum við stöðugan bylgjugang — upp og niður. Uppbygging og niðurrif á víxl, róstur og friður fylgja í far hvors annars, en ætíð er viðleitni góðra manna að skapa Kosmos. * Ötulasta »Kosmos«viðleitnin var venjulega hjá kirkj- unnar mönnum, og þá helst á biskupsstólunum sjálfum undir stjórn beztu biskupanna. Pekki jeg fátt hugnæm- ara að minnast á en myndina af lífinu á Hólum undir forustu hins blessaða biskups, Jóns hins helga, sem (eins og faðir minn komst að orði) »postuIlega prýddi Hóia, presta lærði, vígði skóla, Ijek á hörpu himnaljóð*. Lik- lega eigum við honum manna mest að þakka að varð- veittust okkar fornu bókmentafjársjóðir. Hann stofnaði fyrsta klaustrið. Pá hefur verið gaman að koma »heim að Hólum*. »Iðja prýddi, dáð og dugur dýran stól, fegurð, kapp og fremdarhugur fjörið ól. Surnir kenua, sumir srníða,

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.