Hlín - 01.01.1921, Side 44

Hlín - 01.01.1921, Side 44
42 Hlln Kaos, allan gltindroðann, sem aftur og aflur ríkti á 15., 16,—17. og 18. öld. Mannagreyin voru menn og þoldu ekki náttúrunnar harðneskju í þá daga. Ofan á einokun og óstjórn bættust hafísar, hallæri, landfarsóttir, Stóra bóla og svo Móðuharðindi og margt sem hjálpaðist að. Ekkert undarlegt þó galdrar væru reyndir og djöflatrú vaknaði. Mesta furða að ékki skyldi slokna á skarinu og alt verða í eyði og tóm og myrkur yfir djúpinu að eilífu. Söguna þá veit jeg hvergi betur sagða, en í ritum próf. Porv. Thoroddsen og nú seinast í nyútkomnu hefti af Lýsingu íslands. T. d. er sorgleg sagan af lausafólk- inu og flökkurunum, sem flosnuðu upp í fiskiverunum. Fyrir gróðafíkn, vandræði og forvitni, flyktust menn sam- an úr friðsömu sveitalífinu í fiskiverin, þegar fiskisagan fiaug um landið. En svo kom fiskleysið og þá flosnaði upp hver fjölskyldan af annari og fór á flakk. Og allar sveitir yfirflæmdust af flökkukindum, beiningámönnum og allskonar úrkynjuðum vesalingum, en þjófnaður og óknyttir fóru í vöxt og gengu sem faraldur um landið, og margskonar óregla drottnaði. Sem betur fór lifði stöðugt á arninum upp til sveita — »í blómguðu dalanna skauti« — þar ríkti stöðugt röð og regla á betri bæjunum. Islensk rótgróin menning dafn- aði þar. Og hún má aldrei týnast. Hennar aðaldygðir eru iðjusemi, reglusemi og nœgjusemi. VI. Eitt af því glæsilegasta sem jeg hef sjeð í útlöndum, er lífið um borð á vel búnum vígdrekum stórveldanna. Alt er fágað og fínt, völundarsmíði hvar sem á er litið; alstaðar gott skipulag, yfirmenn og undirgefnir, hlýðni og háttprýði,'; en ótal iðnar starfandi hendur halda öllu í góðu horfi og gyltum sniðum. Einnig er það tilkomumikil sjón að horfa á heræfing- ar vel þjálfaðra herdeilda. Púsundir manna, vel búnar að

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.