Hlín - 01.01.1921, Side 47
Hlin 45
Og það var lengi sem mjer fanst hann geta unnið margt
þarfara.)
Baðstofan var gömul og fremur hrörleg, en hún var
rúmgóð, öll á Iengdina og rúmaði um 20 manns (auk
þess sem við krakkarnir sváfum hjá vinnufólkinu). F*ar
var þrifalega um gengið og röð og regla á öllu. Lag-
legar heimaunnar ábreiður á rúmunum, hver hlutur á
sínum stað — kambar bakvið sperrur, spænir og skeiðar
í slíðrum ofan við rúmin, gæruhnifar í slíðrum uppi á
bita og guðsórðabækur á hillu. Pví á hverju kveldi var
Iesin hugvekja og á föstunni píslarsaga, og sálmar
sungnir. (Pað vildi þá til að jeg sofnaði, en síður kom
það fyrir, ef jeg gat farið að brosa að einhverjum
sem var hjáróma eða fór út af Iaginu. Annars vandist
jeg við þessa alvörustund og hugsaði gott með fólkinu).
Petta reglusama, iðjuríka líf stendur oft fyrir mínum
hugskotssjónum og mjer er söknuður að því. Að vísu
fannst mjer þá sem vinnumennirnir gætu haft annað
veglegra fyrir stafni en að raka gærur. Önnur mynd sem
Njála hafði brugðið upp fyrir mjer, fannst mjer öllu til-
komumeiri: »Skarphéðinn hvatti öxi, Orímur skepti spjót,
Helgi hnauð hjalt á sverð, Höskuldur treysti mundriða
í skildi«. En eftir því sem mjer óx fiskur um hrygg
skildist mjer Oddalífið ákjósanlegra með friðsamri at-
orku en bardagahugurinn á Bergþórshvoli. Og jeg óska
þess oft, að í staðinn fyrir lausamennsku og letilíf, og í
stað fólksleysis og sundrungar í sveitunum, komi aftur
góða gamla íslenska heimilisskipulagið með mörgum
hlýðnum og iðjusömum hjúum undir stjórn góðra hús-
bænda. (Helst vildi jeg þar að auki að kæmist á þegn-
skylduvinna fyrir unglinga bæði á Iandi og sjó með
reglusemi og góðum aga, engu síðri en nú tíðkast við
herþjónustu erlendis, þar sem kent er að vega menn.)
En gjarnan vil jeg, að húsakynnin í sveitunum batni
og ýms nýtísku vinnutæki, eins og »spunakona« Bárðar,
leysi hin eldri af hólmi. Og ennfremur mættu koma