Hlín - 01.01.1921, Side 48

Hlín - 01.01.1921, Side 48
46 Hlin nýjar og andríkari hugvekjur og húslestrabækur, sem fólkið vill hlusta á og sem auðgi anda þess og bæti hugsunarháttinn. Þetta kemur áreiðanlega — »ef guð vill« segja sumir, en rjettara mun vera — af þvi guð vill. Aðeins verðum við að hafa dálitla þolinmæði, þvi' guð er lengur að skapa en margur hyggur. En við getum áreiðanlega flýtt fyrir honum með iðjusemi, reglusemi og nœgjusemi. Steingrimur Matthiasson. Astir. Erindi flutt á kvennanámsskeiði að Hvítárbakka, 1921. Jeg hef nefnt þetta erindi ástir, og bendir það til efn- isins. Ungu rneyjarnar hugsa máske: Hvað ætli gömul kona geti sagt um ástir, sem við vitum ekki? Jæja, allar höfum við börnin verið, og gamla fólkið er þó búið að sjá fyrir endann á öllum sínum æfintýrum og veit, að nú er óhætt að byrja að segja frá, það muni ekki bæt- ast við efnið. Þið þekkið líklega söguna af Ahmed kóngs- syni algjörva, pílagrími ástarinnar, en jeg ætla |jó að rifja hana dálítið upp. Stjörnuspekingar spáðu því við fæðingu hans, að hann mundi verða ásthneigður mjög, og rata þessvegna í miklar raunir. Karl faðir hans brá við skjótt og hugðist geta ráðið nokkru um forlög sonar síns. Ljet hann reisa höll eina fagra á klettasnös; F*ar átti prinsin litli að alast upp í einveru, með gömlum, uppþornuðum arabiskum

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.