Hlín - 01.01.1921, Side 50

Hlín - 01.01.1921, Side 50
48 Hlin »Hvað skyldi það vera þessi ást« hugsaði prinsinn, »eitthvað sem mjer er ókunnugt um, en heimurinn virð- ist vera fullur af.« Hann spurði haukinn, ugluna, svöluna, en fjekk ófulinægjandi svör; loks náði hann dúfu, sem flýði undan hauk inn um turngluggann; hún gat gefið honum fullkomna fræðslu, því hún átti sjer hreiður og maka. Endirinn varð sá, að dúfan færði honum mynd af gullfallegri lcóngsdóttur. Pá hrökk neistinn í tundrið; prinsinn strauk úr höllinni og lagði leið sína út í ójoekt lönd, til að fullnægja ástarþörf sinni og æfintýraþrá. — F*etta er nákvæm lýsing á byrjun ástalífsins hjá flest- um unglingum. * * Pegar við hugsurn um það, stúlkur, að fyrst er oklcur boðið að elska guð og náungann, foreldra, systkini, vini og óvini, og svo, seinna og síðar meir kemur sá, sem á að yfirgefa föður og móður og lifa með okkur í ást og eindrægni, þangað til dauðinn aðskilur, — ja, þá er það næstum undarlegt, að það skuli vera nokkur snefill af kærleika eftir handa honum; en sú ást er víst annars kyns, — tekin úr öðru hólfi. Við munum eftir þjóðsög- unum um kistlana, sem góðu karlsdætrunum voru stund- um gefnir; þær áttu aldrei að opna þá fyr en »á sínum heiðursdegi«, og þá kom altaf eitthvað dásamlegt upp úr þeim, oftast var það brúðarskart eða drotningarskrúði, en það gat líka verið einkunn eða ímynd ástarinnar. Ást- in er voldugasta og sterkasta aflið í manneðlinu. — Byrj- um á móðurástinni, hún er líkust því sem við eigum að hugsa okkur kærleika guðs til mannanna. Trúir öllu, von- ar alt, umber alt. Hvílíkt hyldýpi er það ekki af fórnfýsi og kærleika sem sumar mæður eiga til umráða? Pó þær ausi úr þeim brunni dag og nótt, þá þrýtur hann aldrei: »Móður sinnar á inorgni lífs barn er brjóstmylkingur, en í vetrarhríð vaxinnar æfi gefst ei skjól nema guð,« segir síra Matthías, en það er lengur en »á morgni iífs«

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.