Hlín - 01.01.1921, Page 52

Hlín - 01.01.1921, Page 52
50 Hltn og útþráin kallar, þá byrjar önnur þrá að gera vart við sig; hún kemur í ýmsum myndum, stundum hægfara, dreymandi og feimin, stundum óðfluga, sterk eins og fellibylur. Það er það sem Björnsson nefnir: háskatíma- bilið. Aldrei hefur unglingurinn meiri þörf á góðum vini, karli eða konu en þá, aldrei meiri þörf á að signa sig og segja: »Vits er mjer þörf!« heldur en einmitt þá; því >Hve margur á sína soknu borg með silfurstræti og b!ómatorg« frá þeim árum? — Það er ástarþráin sem þá fer að vakna og krefjast rjettar síns. Flestum ber saman um það, að ekkert eitt geti komið til vegar annari eins byltingu í sálu mannsins sem fyrsti neisti af sannri ást. »Ást mætir ást, svo fær einn um laðað hundrað, ótal huga. Margur dropi verður móða fögur og brunar að flæði fram.< segir jónas okkar Hallgrímsson. Óneitanlega er inndælt að sjá tvö ungmenni, sem unnast í siðsemi og hreinleika; maður kennir ilms úr Paradísargarðinum, og skilur þá svo vel það sem Schiller segir um Meyjuna af ókunna landinu: »Kært tók hún öilum komnum gestum, en kæmi sveinn með festarsprund, þau sæmdi’ hún gjöfum gjafa bestum, þeim gaf hún fegurst blóm í mund.« Stúlkan þarf ekki að vera nein afburða fríðleikskona, og pilturinn enginn »grískur guð«, en þau hafa fundið hvort annað, og ástarsælan varpár á þau yndisþokka sínum; en — eins og jeg sagði áðan — þau mega ekki gleyma að signa sig. »Herrann hjúskap styðji, og hann sje æ hinn þriðji«, og það veitir ekki af því, ef vel á að fara.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.