Hlín - 01.01.1921, Page 55

Hlín - 01.01.1921, Page 55
Hlln 53 En hörmulegast er að hugsa um það, ef sagan um Evu og eplið væri á rökum bygð, og konan ætti þar sinn drýgri þáttinn í. Hjerna er sönn saga úr stríðinu: Hjúkrunarkona í stór- um hermannaspítala var á gangi og sá þá nokkra sjúk- linga sitja saman í alvarlegri samræðu, en það var ekki með jafnaði að þeir sáust með alvörusvip, svo stúlkan varð hálf hissa, og sagði um leið og hún gekk hjá: »Hvaða undur eruð þið alvarlegir, eruð þið að gera út um velferðarmál þjóðarinnar?,« Einn pilturinn snjeri sjer að henni og sagði: »Nei ekki er það nú, — en fleira getur nú verið alvarlegt; við erum að tala um stúlkur.« Henni fanst þá Ianga til að segja eitthvað meira, svo hún settist hjá þeim og spurði; »Hvað var það þá?« Pilturinn hjelt áfram: »Pað var þetta, systir góð, þú veist að þarna úti í skotgröfunum höfum við hugsað og rætt um ýmislegt, sem við annars látum liggja á milli hluta, þegar við erum heima. Nú hefir okkur komið saman um Jaað að hverfa ekki að gömlu heimskupörunum aftur, þegar heim kemur. Við erum aðeins fimm hjerna, en öllum breska hernum finst Jjað sama. Pú veist, systir, að það er margt sem freistar, og ekki auðvelt fyrir okkur hermennina að halda rjettri leið, en okkur langar til þess og höfum fullan vilja á því, — aðeins að við getum það fyrir kvenfólkinu!« Finst ykkur ekki voðalegt að nokkur maður skuli hafa ástæðu til að hugsa svona um kvenfólkið? — Aftur má geta þess um þá af hermönnunum, sem hjeldu rjettri leið, að þeir höfðu allir sömu söguna að segja; þeir hjeldu rjettri Ieið af því að heima var »besta stúlkan sem þeir þektu«, hún bað fyrir Jaeim og beið eftir þeim, það var það sem kendi þeim að stilla í hóf með annað. Pið sjáið því, að jeg gjöri ekki of mikið úr því, að konur geta haft feikna áhrif á siðferði karlmanna. Altaf má finna það, að jafnvel óheflaðasli maðurinn

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.