Hlín - 01.01.1921, Page 58

Hlín - 01.01.1921, Page 58
56 HUn Guð gefi að ást og eining mætti aukast og margfald- ast á heimilunum okkar, því hvernig sem alt er vegið og mælt, þá er kærleikurinn mestur í heimi. Pórunn Richardsdóttir. Höfn, Borgarfjarðarsýslu. Lundarfar. Leiktu kát með Ijettu geði lífsins bjarta sjónarspil, vektu hlátur, gaman, gleði, glæddu hjartans besta yl. P. /• Af því jeg var beðin að senda »Hlín« greinarkorn, ætla jeg að reyna að verða við þeirri bón, og segja ykk- ur þá, heiðruðu konur, hvert það áhugamál er, sem jeg álít að við allar þurfum að beina athygli okkar að, það er lundarfar okkar. Hafið þið ekki veitt því eftirtekt, hversu mikla þýðingu það hefur fyrir hvert einstakt húsfjelag, að meðlimir þess hafi góða lund? Mjer skilst það vera mjög dýrmætt hnoss að hafa glaða, góða og lipra lund. Pað er nú hlutverk okkar kvenna að laga lund barnanna, að þau gætu orðið sjálfum sjer og öðrum til gleði. Pau verða að ganga fyrir öllu öðru, þau mega ekki sitja org- andi, það gjörir þau köld og stirðlynd. Börn mega ekki komast á það, að metast á um verk, það gjörir þau nuddsöm. Reglusemi og stundvísi eru mjög svo áríðandi, með því læra börnin að stefna að einhverju vissu marki. Ef skoðun próf. Á. H. Bjarnasonar er rjett, að níu tí- undu partar mannsins sjeu tómur vani, hefur það ekki svo litla þýðingu »að undirstaðan rjett sje fundin«. Jeg

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.