Hlín - 01.01.1921, Side 59
Hlin
57
hef tekið eftir því, að yngri börn laga sig eftir háttum
og siðum eldri barna á heimilum. Pað er sannleikur sem
ekki verður á móti mælt, að framferði vort mótar alla
undirstöðu uppeldisins. Auðvelt er að setja á sig íýlu-
svip, þegar á móti blæs, en aftur á móti er það erfitt,
en þó unt, að taka því með stillingu og skynsamlegri
yfirvegan og spyrna á móti broddunum, þá koma ráð-
in við meinunum af sjálfu sjer.
Vjer vitum allar, hve næmur hláturinn er og brosið,
börnin svara mjög snemma brosi með brosi. Próf. Guðm.
Finnbogason segir: »Ljósgeislarnir kastast af hinu bros-
andi andliti inn í auga áhorfandans, verka á nethimnu
augans, vekja einskonar strauma, er berast til heilans og
þaðan aftur til ýmsra vöðva, sem við það dragast sam-
an, svo að maðurinn brosir.«
Það munu ekki vera harmasárin djúpu, ekki lífsins
“"þungu sorgir og sáru mein, sem gjöra lifið svo leitt, að
oss liggur við að gefast upp. Miklu oftar smámunir einir:
Ónot, sprottin af því, að svo mikið ílt býr með mannin-
um, en vjer veitum því ekki eftirtekt, hvernig það hegg-
ur á hjartastrengi þess, sem til er talað. Önuglyndi, orð-
in til af því að vjer tömdum oss að viðhafa mælgi eða
fjas út af smámunum. Ertni sprottin af löngun til að ýfa
upp eða dusta til eins og kári. í fám orðum sagt, lund
vor er ill, af því að ekki var tekið í taumana og hún
löguð, á meðan hún var ljett og gjúp og eigi full mótuð.
Gömlu Rómverjar sögðu: »Þú skalt lifa fyrir annan, ef
þú vilt lifa fyrir sjálfan þig«. Þeir höfðu þegar sjeð, að
þetta var Iögmál lífsins. Ef vjer aðeins hugsum um, að
sjálfum oss líði vel, en hirðum eigi um aðra, þá líður
oss ajdrei vel. En ef vjer hættum því og förum að hugsa
um veliíðan annara, þá er sem bergmáli endurómar gjörða
vorra frá þeirra hjörtum svo unaðsþýðir og ljúfir, sem
vekja samúðaryl í brjóstum vorum. Þá er sem guðsríki
sje komið til vor hjer á jörðu; — Ef heimilismenn eru
samtaka um að reyna að laga lund sína, vinna þeir að