Hlín - 01.01.1921, Qupperneq 60
58
Hlin
gagnsemi heimilisins og Ijetta byrði þess. Pótt straumar
tímans andi að oss kuldablæ í dag, er ekki vonlaust um
hlýjan sólskinsdag á morgun.
Þótt stundum byrgi sólu skuggaský,
og skæður virðist ríkja myrkrakraftur,
þá dugir ekki að drepast fyrir því,
nei, dirfstu að lifa þar tii birtir aftur.
S. /. /.
Guðjinna Stejánsdóttir,
Daigeirsstöðum, V.-Húnavatnssýslu,
Æskuminningar.
Jeg býst við, að flestir íslendingar, sem komnir eru
til vits og ára, kannist við nafn Björns Jónssonar, ísa-
foldarritstjóra (síðar ráðherra), en mörgum hefur þótt leitt,
að fáar frásagnir eru til um foreldra hans. Hvaðan hafði
hann sinn mikla dugnað og gáfur? Hvernig var uppeldi
hans og heimilishættir hjá foreldrum hans? Þessar og
þvílíkar spurningar hafa margoft verið bornar upp fyrir
mjer. Til þess nú að reyna að svara þeim, hef jeg, fyrir
tilmæli vina minna, látið til leiðast að tína saman þessa
mola, sem jeg nefni æskuminningar. t*ær verða í molum,
því jeg hef aðeins fyrir mjer barnsminni, sem þó ekki
nær nema yfir 10 ára tímabil, því 15 ára misti jeg báða
foreldra mina.
Faðir minn tók við jörðinni Djúpadal í Barðastranda-
sýslu af föður sínum, jóni Arasyni. (Einar skáld Hjör-
leifsson hefur í Andvara 1913 rakið ætt okkar). Jörðin var
lítil og erfið, en landskostir ágætir. Afi minn hafði búið
þar allan sinn búskap og bætt jörðina á margan hátt,