Hlín - 01.01.1921, Side 61
Hlin
59
stækkað túnið um helming, bygt traustan grjótgarð á
bláberri skriðu og smágrætt svo tún út á því afgirta
svæði, en það var erfitt, því einn aðalgallinn á Djúpadai
var sá, að hvergi var mold að heita mátti, en alstaðar leir.
Mjer er enn í barnsminni, þegar þeir feðgarnir voru að
sljetta blett og blett á ári með þessum ófullkomnu verk-
færum: járnkarli, páli og reku, ekki var svo mikið sem
skófla. Petta var ekki nema hálfnað verk, þegar faðir
minn fór að búa. — Afi minn var í húsmensku með
yngstu dóttur sinni, er Guðrún hjet, við kölluðum hana
jafnan »Guðrúnu systur«. Pau höfðu íöluverðan pening,
svo það sýndi sig brátt, að jörðin var of lítil fyrir þá
báða, en ekki vildu þeir skilja, eitthvað varð til bragðs
að taka, og ekki varð föður mínum ráðafátt. Fram á
dalnum var góð beit, en vegna vegalengdar lítt mögu-
legt að nota hana að vetrinum, sama mátti segja um slægj-
urnar, þær voru mestar til fjalls, og svo erfitt að ná
þeim, að ekki varð notað nema það hálfa, aðeins ein
leið skamt frá bænum fær upp á þetta háa Djúpadals-
fjall. Að sumrinu var haft í seli fram á dal. — Ráðið,
sem faðir minn hafði til þess að fjölga skepnunum, var
það, að hann bygði beitarhús á selinu og ruddi nýjan
veg upp snarbratta hlíð skamt frá selinu, svo að nota
mætti siægjur, sem þar voru. Erfitt var það og svo bratt,
að ef baggi datt af hesti efst í hlíðinni, þá staðnæmdist
h.ann ekki fyr en niðri í árgljúfri, og á hverju vori varð
að riðja þennan veg, og veit jeg ekki til að það haf\
verið gert nema í tíð föður míns, hvorki fyr nje síðar.
Jeg hugsa að hann hafi átt mjög erfitt fyrstu búskapar-
árin, en með framúrskarandi dugnaði yfirvann hann alla
erfiðleika og átti síðustu árin gott bú. Fyrstu árin var
móðir mín í selinu méð börnin 3 og 4, en þégar þau
fjölguðu meir, hætti hún, og Guðrún systir var upp frá
því selráðskona. — Skrítnar voru færikvíarnar, þegar í
selið kom, þær sem notaðar voru heima þóttu of fyrir-
ferðamiklar til að flytja þær, í þess stað voru hafðar