Hlín - 01.01.1921, Blaðsíða 67
Hlln
65
þegar við urðum nauðug viljug að inna þessi störf af
hendi eða fá ekkert frí. —
Um þessar mundir stofnaði faðir minn lestrarfjelag í
samráði við nokkra bændur í sveitinni, og var sjálfur
lífið og sálin í þeim fjelagsskap — og náttúrlega bóka-
vörðurinn. Hann smíðaði stóran skáp til að geyma í
bækurnar og fengum við börnin frjálsan aðgang að
honum. Mjer fanst þetta litla bókasafn varpa nýju ljósi
yfir heimilið. — 6 — 7 ára gömul vorum við sæmilega
læs, og þegar nýju bækurnar komu lásum við á kvöldin
fyrir heimilisfólkið. Guðrún systir lagði drjúgan skerf tll
bókakaupanna og Ias mikið, þau systkinin voru mjög
bókhneigð og töluðu um þau efni, er þau lásu, og naut
heimilisfólkið fróðleiks og skemtunar af því. — Mest
vóru það íslendingasögur, sem við lásum fyrst í stað,
svo fjölguðu bækurnar, én það var ilt að ná í þær,
póstgöngur strjálar, en oft voru bóksalar á ferð, hálf-
gerðir flakkarar, af þeim var mikið keypt. Alþingistíðind-
in voru keypt og höfðum við snemma gaman af að
fylgjast með í því, sem þar gerðist.
Áður en bækurnar komu höfðum við fátt til skemt-
unar og mjög takmarkaðan frítíma, samt áttum við ofur-
lítinn leikvöll, það var stór hóll efst í túninu. Mjer fanst
Guð hafa skapað hann aðeins handa okkur, og hann
var ókkur jafnómissandi á öllum tímum ársins, enginn
hafði not af honum nerna við krakkarnir. Aldrei var svo
mikil fönn í Djúpadal að hóllinn stæði ekki upp úr og
myndaðist þá af honum ágæt skíðabraut. Að vetrinum
var það okkar bezta skemtun að fara á skíðum, þau yngri
voru á sleðum. Á sumrin höfðum við þar gott næði,
þegar við máttum ekki velta okkur í grasinu. Ekki vor-
um við iðjulaus á hólnum okkar, við höfðum þar stór-
bú á barnavísu, þurftum sífelt að byggja hús, alt var
þar eins og hjá öðru fólki: fjárhús, fjós, hesthús, auð-
vitað var allur búpeningurinn skeljar, þegar best Ijet
5