Hlín - 01.01.1921, Side 69

Hlín - 01.01.1921, Side 69
Hlin 67 satni maður. Móðir mín tók þessu öllu með óviðjafn- anlegri stillingu og þolinmæði. Það mun þykja undarlegt, að til þessa hef jeg naum- ast minst á móður mína, sem var þó bæði elskuleg móð- ir, stjórnsöm húsmóðir og óviðjafnanlega afkastamikil til verka. En hún var svo kafin börnum, að hún gat litlu sint nema uppeldi okkar, en það vandaði hún sem frek- ast var unt, kendi okkur guðsótta og góða siði, áminti okkur urri að vera sannsögul, orðheldin og þakklát fyrir það sem okkur var gott gert, og umfram alt að biðja Ouð og treysta honum í hverju sem að höndum bæri í lífinu. Hún kendi okkur mikið af bænum og sálmurn, og mestalla Passíusálmana kunnum við, jeg held annars að allir hafi kunnað þá utanbókar, allir sungu þá, þó engin hefði bók, nema faðir okkar, sem byrjaði. Afi minn var líka mjög trú- og bænrækin, hann kendi okkur margt. — Faðir minn var fremur alvörugefin maður hversdagslega, en móðir mín glaðlynd, eins Guðrún systir. Bæði voru foreldrar mínir stjórnsöm, hver og einn gerði sitt verk umyrðalaust og aidrei deilur eða sundrung. — Mikill gleði- dagur var hjá okkur krökkunum, þegar þær systur, Póra (móðir síra Matthíasar) og Helga á Hallsteinsnesi komu að heimsækja móður okkar, alt heimilisfólkið komst í gott skap, Póra hafði altaf nógar skrítlur á boðstólum, hún og móðir mín höfðu margs að minnast úr Eyjunum, þar sem þær voru báðar uppaldar; Pað var ekki oft gerð- ur dagamunur í mat, en þegar þær komu, var það besta framreitt og allir nutu af. Ætíð færðu þær móður minni eitthvað, sem henni kom vel, og okkur krökkunum eitt- hvert góðgæti. Við óskuðum þær kæmu sem oftast. Pað er líkt fyrir mjer og mörgum fleirum, að aldrei finst mjer jeg hafa lifað jafn hátíðleg jól og í foreldra- húsum. Mikið hlökkuðum við til jólanna og aldrei fórum við í jólaköttinn. Pað var föst regla, að allir fengju eitt- hvað nýtt fyrir jólin, eina vaðmálsflík eða þvílíkt, en eng- 5*

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.