Hlín - 01.01.1921, Qupperneq 77
Hlin
75
en það var ekki Iengi, þvi í maí andaðist hún. — Áður
en hún dó kvaddi hún alla á heimilinu og áminti okkur
börnin um að ákalla Guð í bæninni og missa ekki traust-
ið á honum og huggaði okkur með því, að allir hlutir
yrðu okkur til góðs, ef við elskuðum Guð. — Guðrúnu
systur bað hún fyrir okkur, enda var hún okkur sem
móðir, meðan við fengum að njóta hennar. Sömuleiðis
bað hún stúlkurnar að yfirgefa okkur ekki. Pannig var
alt undirbúið, að við gætum haldið áfram að búa. Þrátt
fyrir miklar þjáningar hafði þessi ástríka móðir umhyggju
fyrir okkur til síðustu stundar. — Ekki þorðum við annað
en að tilkynna fyr á minstum ráðamanni lát móður okkar
og hann kom hið bráðasta, og sjálfsagt fanst honum að
halda dýrlega veislu, erfisdrykkju, og í kaupstaðinn varð
að senda eftir ölfönguin, þeirra mátti ekki ári vera. —
Að jarðarförinni Iokinni var svo sest að sumbli, og fanst
okkur Sveini þetta alt svo óviðfeldið, að við gátum ekki
komið þar nærri, Guðrún systir sá um alt; við fórum út
á tún og grjetum.
Að endaðri erfisdrykkjunni tók ráðamaðurinn okkur tali
og spyr hvað við hugsum um framtíðina, hvort okkur
langi til að halda áfram búskapnum og játuðum við því.
Hann segir að við verðum þá að ganga að þeim kost-
um sem ráðsmaðurinn setji, en það voru fyrir mig þeir
ókostir, sem jeg harðlega neitaði að ganga að. — F*ess-
ari óhlýðni var hengt með því, að jörðin, sem við áttum,
var tekin af okkur og hún bygð öðrum. — Svóna var þessu
friðsæla heimili sundrað, svo börn og hjú urðu að hrekj-
ast sitt í hverja áttina. Óumræðilega þótti ókkur sárt að
þurfa að skilja, én svo varð nú að vera. Skeð getur, að
Björn bróðir hefði eitthvað úr ráðið, ef hann hefði verið
heima, en hann var þá kominn í skóla og vissi Iítiðum þetta.
Foreldrar mínir voru bæði jafngömui, giftust tvítug,
áttu 12 börn og dóu fertug.
Ingibjörg Jónsdóttir,
frá Djúpadal.