Hlín - 01.01.1921, Page 80

Hlín - 01.01.1921, Page 80
78 Hlin að nota. Pau mundu ekki þykja merkileg núna tækin, sem hún amma þín varð að nota.« »Lærðirðu þá ekki náttúrusöguna?« spurði Anna ennfremur. »0, aldrei var mjer kend nein náttúrufræði, Anna mín« ansaði amma. »En jeg hafði þegar í æsku óstöðvandi þrá til að leita mjer unaðar og saklausrar gleði, þar sem þessháttar var að finna. ]eg las því bæði hið stórfelda og smágjörva letur náttúrunnar alt í kringum mig. Jeg las það á snjó- hvítu hjarninu og alstirndu himinhvolfinu, á blómskrýdd- um bölum og á hátindum fjalla. Jeg las það í manns- sálunum í kring um mig, óg nú les jeg það í barnslega andlitinu þínu, Anna mín.« »Hefurðu þá ekki Iært söng?« spurði nú Anna síðast af öllu, því oft hafði hún heyrt ömmu sína raula vísu eða syngja sálmavers, svo eitthvað hlaut hún að hafa lært í söngfræðinni. »Ónei, tetrið mitt. Á söngskóla hefur hún amma þín ekki gengið urn dag- ana. En gott átt þú, barnið mitt, að fá að læra svona margt, það hefði hún amma þín þegið, þegar hún var á þínum aldri.« »En,« mælti hún ennfremur i lægri róm, »það er farið að koma fyrir nú upp á síðkastið, að fyrir eyru mjer berast undurfagrir ómar, og mjer er sem jeg heyri þyt af þýðu vængjablaki, jeg skil það svo, að inn- an skamms flytji amma ykkar til fegurri og betri heima.« Ekki er annars getið, en að Önnu litlu gengi ágætlega í skólanum, og það höfum við fyrir satt, að ekki hafi henni úr minni liðið skólasagan hennar ömmu. /. Kristjánsdóttir Fjalldal, Melgraseyri við ísafjarðardjúp.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.