Hlín - 01.01.1921, Side 84

Hlín - 01.01.1921, Side 84
GARÐYRKJUNÁMSKEIÐ. Næstkomandi vor og sumar verður garðyrkjunámsskeið haldið í Tilraunastöð Ræktunarfjelags Norðurlands á Akureyri. Sumarnámskeið. Ákveðið að taka 5 stúlkur til náms yfir tímann 1. maí til 15. októben Að vorinu og sumrinu verður þeim veitt bókleg sem verkleg fræðsla í öllu því, sem að garðrækt lýtur. Að haustinu fá þær bóklega sem verklega fræðslu í með- ferð og matreiðslu matjurta. — í kaup fá nemendur hálft kaup miðað við lágmarkskaup Verkakvennafjelags Akureyrar. Vornámskeið. Á það verða teknar aðrar 5 stúlkur. Rær njóta sömu fræðslu og hinar fyrtöldu. Námskeið þetta stendur yfir tímabilið 14. maí til 30. júní. Þær sem þetta námskeið sækja fá í kaup kr. 100 — eitt hundrað krónur. — Fjelagið leggur nemendum til húsnæði og rúmstæði með undirdýnu endurgjaldslaust, en þeir sjá sjer fyrir fæði. Er gert ráð fyrir samlagsmatarfjelagi og annast fjelagið ráðningu matselju. — Umsóknir um námskeiðin skulu sendar framkvæmdar- stjóra Ræktunarfjelagsins fyrir lok febr. m. Hverri umsókn • skal fylgja heilbrigðisvottorð og voítorð um að umsækj- andi sje vel vinnufær. Auk þess greiðir hver umsækj- andi til fjelagsins kr. 100 um leið og hann sækir um námskeiðið. Nefnd upphæð verður endurgreidd að loknu námi eða endursend, ef nemandi fær ekki inngöngu á námskeiðið. • - Akureyri 8. okt. 1921. Fyrir hönd stjórnar Ræktunarfjelags Norðurlands, £inar J. %et/nis.

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.