Dvöl - 01.05.1937, Qupperneq 7

Dvöl - 01.05.1937, Qupperneq 7
I) V O L 141 ástæðan var. Gadgett var með tennurnar uppi í sér. Eitt andartak kom Danfel engu orði upp heldur. Sú sjón, er blasti við honum, var í sannleika fui'ðuleg. Gamli maðurinn hafði ekki aðeins lagt út í að bæta fyrir smíðagalla náttúrunnar, heldur einnig taka henni fi'am, þegar hún smíðar gallalaust. í stað þrjátíu og tveggja tanna, hafði hann fimm- tíu, tuttugu og fimm í hvorum góm. Afleiðingin var sú, að var- irnar náðu ekki nándar nærri saman.... Daníel starði agn- dofa á hann — til allrar ham- ingju kom honum ekki hlátur í hug. Þegar gamli maðurinn sá, að furðuverkið hafði vakið verð- skuldaða eftirtekt og undrun, tók hann að glenna kjálkana ákaft sundur og taka út úr sér tennurnar, til þess að geta látið í ljós ánægju sína. „Lízt þér ekki vel á þær?“ „Jú, Gadgett“. ,,Þú hefir ekki búizt við að sjá nokkui’ntíma svona tennur. Tannlæknir gæti ekki búið til betri tennur“. „Nei, það er ég viss um“. „Ég hefi fengizt við þetta í nærri tíu ár, safnað þeim og fest þær saman, eins og þær áttu að vera. Og nú er ég stundum að hugsa um að láta taka mynd af mér, en ég er svo stirður í ski'okknum, að ég er hræddur um það dragist í nokkra daga, að ég komist út á heiðina — hvað þá að ég verði maður til þess að fara til borgai’innar“. „Hvernig líður þér núna?“ „Mér líður ágætlega, nema hvað ég er með beinvei'kjum um mig allan og svo er ég alveg máttlaus í fótunum. Ég spurði ,nú Guð, hvernig ég ætti að fylgja kindunum út á heiðina, ef hann hugsaði sér að taka svona allan mátt úr fótunum á mér“. „Þér batnar, ef þú bai’a hvílir þig nógu lengi“. „Ég kæri mig ekki um neina hvíld. Ég vil miklu heldur kom- ast með kindunum út á heiðina. En það er ekki skynsamlegt af mér að tala svona, og ég hefi alltaf haft þá skoðun, að Drott- inn vissi, hvað mér væri fyrir beztu“. Daníel anzaði engu; honum var þetta mál ekki fyllilega ljóst. „Svo er það nú þessi hjúkr- unarkona, það er meiri vand- ræða-kvenmaðui’inn“, hjelt gamli maðurinn áfram — „að hugsa sér, að það skyldi eiga fyrir mér að liggja að láta hjúkr- rnarkonu stunda mig, og ég, sem hefi bjargað mér að öllu leyti sjálfur í síðastliðin tuttugu ár. Hún setur alla hluti annarsstað- ar en þeir eiga að vera, og stríð- ið, sem ég á við hana, þegar henni dettur eitthvað í hug, það getur þú nú bara ekki gert þér í hugarlund: „Nú er ég að hita vatn í katlinum, Gadgett, til þess
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.