Dvöl - 01.05.1937, Side 10

Dvöl - 01.05.1937, Side 10
144 D V Ö L því að segja, ef ekki væri alveg komið að sauðburði og ef mér væri ekki ókleift að komast til borgarinnar og láta taka af mér myndina. Ég nefndi það bæði við prestinn og lækninn, hvort þeir vildu ekki aka mér í vögnunum sínum til borgarinnar, en þeir sögðu báðir, að það væri ekki hægt. Mér eru þetta ákaflega mikil vonbrigði — því að allan tímann, sem ég var að fást við að smíða tanngarðinn, hugsaði ég um, hvað það yrði gaman, ef tekin yrði mynd af mér al- tenntum — mér, sém hefi orðið að bleyta brauðið mitt í fjölda mörg ár .... Skorpurnar alltaf látnar í heitt vatn, eins og þú manst, góða mín — því að annars hefði orðið að fleygja þeina. Þú varst svo hyggin og mikið fyrir að spara, blessunin. . . ." Nokkrum mínútum síðar kvöddu þau hann og fóru, en í dyrunum mættu þau sóknarprest- inum, sem var að koma í kvöld- heimsókn. Þegar hann hafði ósk- að Daníel og Marion til ham- ingju, snerist talið að gamla manninum. „Hann á nú varla langt eft- ir“, sagði presturinn — og það er ekki heldur ástæða til að óska þess. Konan hans, dæturn- ar báðár og allir hans nánustu eru farnir á undan honum. Hann segist nú sætta sig við að fylgja þeim eftir. En hann hefir fengið þá óviðráðanlegu flugu í höfuð- ið að vilja láta taka mynd af sér. Hann hefir spurt bæði lækninn og mig, hvort það væri ekki ein- hver leið að flytja hann til Lewes og láta taka myndina þar. Ég fæ ekki skilið, hverjum hann ætlar að gefa hana — það er enginn á lífi af vinum hans eða vandamönnum". „Hann var líka að tala um þetta við okkur“, sagði Daníel. „Það er sjálfsagt vegna þess, hvað hann er veikur. — Það er ekki alveg laust við, að hann sé með óráði á köflum. Ég bauðst til þess að taka augnabliksmynd af honum einhverntíma í sól- skini, en hann treystir auðsjáan- lega ekki öðrum en lærðum myndasmið". Presturinn fór inn í kofann, en elskendurnir gengu hægt heim á leið. Þau þurftu svo margt að ræða saman, að það var ekki fyrr en þau voru komin því nær alla leið heim í þorpið aftur, að Marion sagði: „Daníel, ættum við ekki að borga einhverjum myndasmið fyrir að koma heim til gamla- mannsins og taka mynd af hon- um?“ „Ætli það fengist nokkur til þess?“ „Auðvitað — ef hann fær borgun fyrir. Manstu ekki, þegar myndasmiðirnir komu til Bedd- ingham Court. daginn sem hún fröken Alice gifti sig, og tóku mynd af henni og brúðgumanum

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.