Dvöl - 01.05.1937, Page 12

Dvöl - 01.05.1937, Page 12
í 46 hæfði, meðan tjöldin voru dreg- in til og frá yfir litla lokaða ^lugganum og reynt að láta birt- una koma að sem beztum not- um — en það var enginn hægð- arleikur að fá góða birtu í þetta lága og skuggalega herbergi. „Svona, nú alveg kyrr — með- an ég tel upp að þrjátíu. ..." Og kraftaverkið var fullkomn- að. Starf gamla mannsins hafði verið gert ódauðlegt: „Nú fá all- ir að vita, að ég átti tennur, sem ekki stóðu að baki tönnum ann- arra manna". Það voru þessi orð, sem ollu því, að Daníel og Marion settu myndina af honum með brosinu skelfilega á áberandi stað í nýju stofuna sína. Annars hefði þeim verið vorkunn, þótt þau hefðu grafið hana niður í albúmi eða að minnsta kosti falið hana á bak við myndina af brúðkaupsgest- unum, sem stóð á myndaborð- inu. . . . ,,En hann vildi láta alla sjá sig“, sagði Daníel. Og því sáu nágrannarnir það, sem Gadgett gamli gat aldrei séð sjálfur, vegna þess að um það leyti sem prófmyndirnar voru til- búnar, var hann sokkinn svo djúpt niður í fortíðina, að hún hafði lokazt ,yfir höfði hans, en hvorki nútíðin né framtíðin, með fyrirheitið um ódauðleik handa- verka hans, gátu náð niður tii hans, þar sem hann mókti 1 hálf- D V ö L rökkri liðinna daga — daga, þegar járnbrautirnar voru ekki enn komnar til Sussex, en póst- vagninn hossaðist áfram eftir vegunum umhverfis Lewes. . . . daga, þegar verkamennirnir fengu átta krónur um vikuna, og Mary Gadgett sendi með tárin í augunum krakkana sína út á akra í rökkrinu til þess að stela næpum. . . Daníel og Marion völdu úr prófmyndunum og gerðu sér allt far um að velja þær myndir, sem þau héldu, að gamli maðurinn hefði helzt kosið sjálfur. Ennþá vonuðu þau að hann kynni að rétta ofurlítið við, áður en öllu váeri lokið, en um þær mundir, sem myndirnar voru fullgerðar, var hann dáinn. Hann hafði fylgt Ellen sinni eftir og Maríunum báðum; og litli glugginn á loft- þunga herberginu stóð nú loks opinn, því að Gadgett gamli var svifinn út yfir heiðina, til fundar við fjárhirðinn mikla. Þ. G. þýddi. Læknirinn (við fjörgamla konu); Hvernig líður yður í dag? Gamla konan: Ég er heldur lakari. Bráðum verð eg í faðmi Bclzebúbs. Læknirinn: Abrahams, ætluðuð þer víst að segja. Gamla konan: O, þegar maður hefir verið ekkja í fjörutíu ár, þá er nú held <Sg sama, hy«r faðmujpinn er. /

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.