Dvöl - 01.05.1937, Page 14

Dvöl - 01.05.1937, Page 14
Og fannst þér ei heiðbláminn hœkka er þu horfðir á brumknappinn fyrsta. Úr hlíðinni hrópuðu iil þín hlæjandi straumarnir ungu. Þá flugu yfir byggðina breiða brimhvílar álftir, og sungu. En kyrrt varð um vorglöðu kvaeðin sem kveldsól á fjallabrúnum. Nu er sveit okkar andhöfg af ilmi frá óslegnum, fullsprottnum túnum. Svo löngu er engið losnað úr læðingi vetrarbannsíns. að hver grasvafin bekkjarbrekka bíður nú slátfumannsins, * og útsprungnum, blikandi blómum hver bletiur er þakinn og stráður. En heiðið er hætt að dýpka og haustið er nær en áður. Því hönd hinnar eilífu iðnar er óvægur knýjandi hraði: Hver brumknappur orðinn að blaði og blómi. En sölstöður liðnar. Á hundrað hverfandi drauma skín hádegissólin ríka. Ég veit að þú saknar vorsins, vinur. Það geri ég líka.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.