Dvöl - 01.05.1937, Síða 31

Dvöl - 01.05.1937, Síða 31
D V Ö L 165 vörðu laugardaginn fyrir gangdag- inn (25. apríl). Finnur Jónsson prófessor þótt- ist geta ráðið af rúnunum, þegar steinninn kom til Kaupmanna- hafnar, að þær hafi verið höggn- ar á 13. öld. En hvað sem um það er, þá er engum blöðum um það að fletta, að þarna hafa þrír Grænlendingar verið einhverntíma í aprílmánuði. Það er þó ekki víst, að þeir hafi haft þar vetursetu, því að oftast er auður sjór þaðan og suður með landi. Sóknarpresturinn í Upernivík, síra Rossen, hafði mikinn áhuga fyrir öllu viðvíkjandi byggð Islend- inga í Grænlandi, og nú kom hon- um til hugar, að lifa mundu norð- ur þar einhverjar munnmælasögur um þá. Á eynni Inugsuk þóttist hann líka finna rústir, sem benti til þess að þar hefðu Grænlend- ingar verið. Og þá skoðun hans styrkti eftirfarandi saga, sem Skrælingi sagði honum: „Fyrir æfalöngu áttu Grænlend- ingar heima á Inugsuk og þar er enn varða, sem þeir hlóðu og rúst- ir af stóru húsi. Hjá Qagsserssuaq (sem er um 20 km. fyrir norðaust- an Inugsuk) áttu þá Skrælingjar heima. Einu sinni flaug töframað- ur þeirra í gegn um loftið og sá, að Grænlendingar voru allir inni í húsinu. Svo flaug hann aftur heim til sinna manna og sagði: ,,í kvöld skulum við allir fara til Inugsuk, drepa Grænlendingana og taka allt, sem þeir eiga.“ Þeir lögðu þegar á stað á sleðum sínum og komu til Inugsuk, þegar íbúarnir þar voru að ganga til hvílu. Þeir höfðu háttað, því að þeir voru van- ir að sofa naktir; sumir voru alls- naktir, en sumir voru enn í hund- skinnsbuxum sínum og með skó á fótum. Þá ruddust Skrælingjar inn í húsið og drápu þá með örvum, alla nema þrjá, sem komust und- an á flótta. Einn þeirra, sem var allsnakinn, flýði til byggðar, sem var skammt þaðan, sem nú er Augpilagtoq. Á leiðinni kól hann á fótum og baki. Og þegar hann ætlaði að skríða inn í Skrælingja- kofa þarna, brotnaði skinnið af bakinu. á honum, vegna þess að það var freðið. Töframaðurinn þarna vildi gjarnan hjálpa honum, en gat það ekki vegna þess að hann var Grænlendingur og lækn- isráð töframannsins gátu ekki bjargað öðrum en Skrælingjum. Þess vegna dó Grænlendingurinn. Hinir tveir, sem komust undan í Inugsuk, voru hjón og þau flýðu upp á bratt fjall, sem er nokkr- um mílum fyrir sunnan Upernivík og urðu þar að steinum. Þess vegna heitir þetta f jall enn í dag Qavdlunarssuit, sem þýðir hvítra manna fjall. Nú eru steingjörfing- arnir hrundir riiður, en fyrir mannsaldri stóðu þeir þar enn, og þeir, sem fóru þar fram hjá, voru vanir að fórna þeim einhverju, til þess að þeir skyldu gera gott veður. Þegar Grænlendingar höfðu ver-

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.