Dvöl - 01.05.1937, Side 36

Dvöl - 01.05.1937, Side 36
170 D V O L maður sá, að allir Grænlending- arnir voru komnir út á ísinn, þreif hann tvö spjót og hljóp á eftir þeim. Hinn fyrsta, sem hann náði, rak hann í gegn með spjóti, og er hinir ætluðu að ráðast að honum, skrikaði þeim fótur og þeir féllu. Og þarna drap hann þá alla, hvern á eftir öðrum, áður en stúlkurnar voru komnar út að vökinni. Þannig hefndi hann móður sinnar. Þriðja sagan er um Ungortoq, höfðingja Grænlendinga: — Kájakmaður frá Arpaitsivík, byggð skammt frá Julianehaab, reri einu sinni inn í fjörðinn til þess að reyna nýtt fuglaspjót. Þegar hann kom til Qaqortok (Hvalseyjarf jarðar), var Græn- lendingur þar niðri í f jöru að safna skelfiski. Hann skoraði á Skræl- ingjann að hæfa sig með spjótinu. Það vildi Skrælinginn ekki, en þá kom Ungortok, höfðingi Græn- lendinga, og hvatti hann til að reyna það. Þá skaut hann spjót- inu og Grænlendingurinn féll dauð- ur til jarðar, en Ungortok reidd- ist því ekki. Svo leið vetur og sumar og enn tvö sumur. Þegar þriðji veturinn gekk í garð, reri Skrælinginn aft- ur til Qaqortok og annar maður með honum. Þessi sá Grænlending, sem var að safna skelfiski í fjör- unni, og af einhverri hvöt skaut hann Grænlendinginn til bana með spjóti. Seinna um veturinn, þegar f jörð- urinn var lagður, hafði stúlka í Arpaitsivík farið út um kvöld að sækja vatn. Þá sá hún f jölda Græn- lendinga koma, varð dauðhrædd og flýtti sér inn í kofann. En Græn- lendingar slógu hring um hann svo að enginn kæmist út um dyr né glugga. Sá fyrsti, sem réðist til útgöngu var höggvinn með öxi og þannig fór fyrir öllum, nema tveimur bræðrum, sem komust úr höndum Grænlendinga og út á ís- inn. Höfðinginn sá til þeirra og elti þá út á ísinn. Yngri bróðirinn var á nýsóluðum skóm og átti bágt með að standa á ísnum. Þegar hann var að komast yfir fjörðinn, náði Ungortok honum, hjó af hon- um handlegginn, veifaði honum sigri hrósandi og kallaði í hinn bróðurinn: „Heldurðu að þú getir gleymt þessu?“ Eldri bróðurinn, sem hét Kais- sape, var kominn á land, en hann var vopnlaus og gat því ekkert aðhafst. Flýði hann því til byggð- arinnar Kangermintsiaq, þar sem tengdafaðir hans átti heima. Þar dvaldist hann um veturinn, og tengdafaðir hans gaf honum kajak. Nú fór Kaissape að hyggja á hefnd. Hann söng töfrasöngva, og að ráði galdramanns leitaði hann uppi félaga, sem ekki var með lús í sokkunum. Þeir veiddu nú seli og eltu skinnin af þeim, svo að þau urðu hvít. Svo náðu þeir í stóran rekaviðardrumb og holuðu hann innan og settu botn í annan endann, Svo boruðu þeir göt á

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.