Dvöl - 01.05.1937, Side 40

Dvöl - 01.05.1937, Side 40
174 D V (*> L „Það var í ágúst. Við komum labbandi í hægðum okkar. Veðrið var yndislegt, líkt og núna. Allt í einu stendur ískyggilegur maður fyrir framan okkur og hótar okk- ur öllu illu, ef við ekki gefum sér peninga.“ „Réðist hann svo á yður?“ spurði rgin af ungu stúlkunum. Larsen rétti úr sér eins og hann gat. Hann var lítill, en þybbinn og langaði til að sýnast hærri en hann var. „Nei, ég varð fyrri til að slá. Mér var nauðugur einn kostur. Svo var það búið. Hann datt aftur yfir sig og hljóp svo eins og hann ætti lífið að leysa. Ég var neyddur til að verja mig.“ Larsen brosti aftur. Hann hafði sigrað. Samkvæmið hafði hlotið virðulegan enda. Hann fór í yfir- höfn og fylgdi gestunum áleiðis. Ung stúlka hafði lýst yfir því, að hún þyrði ekki að fara ein heim, og þama var líka gömul kona, sem þurfti að hjálpa inn í sporvagninn. Larsen var í góðu skapi, þegar hann fór. Þegar hann kom heim, stundar- f jórðungi síðar, sat konan hans við gluggann, eins og hún væri að leita að stjömum á himninum. Matar- leifamar stóðu óhreyfðar á borð- inu. Stofan líktist helzt skipskáetu, sem hefði verið yfirgefin í ofboði. „Hvað er þetta, elskan mín? Því hefurðu ekki tekið til?“ Larsen fór að hella úr öllum litlu öskubikur- unum í þann stærsta. „Allir gest- irnir voru sammála um, að þetta hefði verið mjög skemmtilegt kvöld. Ég verð að segja, að það hefir verið bragðað á víninu.“ „Nú kem ég strax.“ Frú Larsen sat kyrr. Hana hafði langað allt kvöldið að anda að sér hreinu lofti. Það var mjög þreytandi að fá ellefu gesti í einu, og ekki sízt vegna þess, að hún átti aðeins borðbúnað handa tíu og stóla handa átta. „Ertu ekki frísk? Það er víst bezt að fara að hátta.“ Það var dálítil þykkja í honum. „Lofaðu mér að sitja kyrri.“ Það var ekki laust við gremju í röddinni. Larsen hristi höfuðið undrandi, og' tíndi öll glösin sam- an. Emmu gat dottið svo margt skrítið í hug, þegar hún varð þreytt. Allt í einu snéri hún sér að hon- um: „Það var gott, að þú skyldir segja þessa sögu, hrifningin var ekki á háu stigi á því augnabliki.“ „Já, það er satt. Mér þótti líka vænt um, að mér skyldi detta hún í hug. Og yngismeyjan leiddi mig á leiðinni að sporvagninum.“ „Alltaf skal þér detta þessi saga í hug, þegar gestirnir eru að búa sig til heimferðar. Stundum held ég, að þú munir hafa gleymt, hvernig þetta var í raun og veru.“ Frú Larsen lokaði glugganum fast aftur. Og Larsen staðnæmdist ósjálfrátt með sitt glasið í hvorri hendi. Gleði hans var horfin, en hvað um það, hann hafði þó bjarg-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.