Dvöl - 01.05.1937, Side 43

Dvöl - 01.05.1937, Side 43
D V Ö L ‘177 sjálfur. Ég á að fara niður í kjall- ara til þess að sækja vínflösku, og á að taka eina af þriðju hillu, því að þar er mest af flöskum. Og þetta er gert til þess, að gestir þín- ir fái þá hugmynd, að við höfum fullan vínkjallara. En sannleikur- inn er sá, að við höfum drukkið að- eins tvær flöskur í kvöld, sem voru keyptar úti í búð í morgun. Hvers vegna allur þessi leikaraskapur ?“ Frú Larsen stóð upp, hún gat ekki setið kyrr. ,,Þú skilur ekkert.“ Hann lét það afskiptalaust, þó að hún héldi áfram að ganga um gólf eirðar- laus, en settist í hægindastólinn, þar sem hún hafði setið áður. „Auðvitað verður maður að láta allt líta sem bezt út fyrir augum gestanna. Það hefur sína þýðingu. Það má ekki eiga sér stað, að við- skiptavinir mínir haldi, að ég sé alveg í hundunum. Þú tekur alla hluti of alvarlega. Ætli að það séu ekki taugarnar í þér, sem eitthvað er athugavert við?“ Frú Larsen anzaði ekki. Hún gekk út að glugganum og leit út. Larsen fannst á sér, að hún myndi ekki eftir því, að hann var nálæg- ur. Hann ræskti sig nokkrum sinn- um til þess að vekja eftirtekt á sér. ,,Þú ætlar ef til vill ekki að heim- sækja frú Símonsen, eins og hún bað þig um?“ „Nei, hvers vegna ætti ég að gera það? Okkur geðjast ekki svo vel hvorri að annari, og við eig- um ekkert sameiginlegt. Ég er að hugsa um, hvort ég ætti ekki að fara í burtu dálítinn tíma . . .“ „Ætlarðu að fara í burtu?“ — Hann stökk upp af stólnum. Hon- um hafði ekki komið til hugar, að þetta gæti haft svona alvarlegar afleiðingar. „Það er ómögulegt, að. þetta sé alvara þín. Heyrðu, Emma, þú verður að íhuga, hvað þú ert að segja. Þetta er brjál- semi!“ Hann leit á hana biðjandi aug- um, en hún hafði ekki tíma til að anza, því að síminn hringdi. Þeim varð báðum litið þangað, sem sím- inn stóð. Það var hringt aftur, dá- lítið lengur en áður, og Larsen stillti sig. Hjónabandið virtist vera að fara í hundana, en hann var svo mikill reglumaður, að hann gat ekki látið símann hringja án þess að svara. Hann gekk að borð- inu, tók heymartólið og svaraði. Frú Larsen hlustaði ekki á sam- talið. Hún starði út um gluggann og reyndi að hætta öllum heila- brotum og ná valdi yfir sér. Lar- sen kallaði á hana, hann hafði 'lagt heyrnartólið frá sér og kom hvísl- andi til hennar: „Það er frú Símonsen, hún vill tala við þig.“ „Segðu bara, að ég sé háttuð. Ég hefi sannarlega ekki löngun til að tala við hana núna.“ „Þú mátt til. Þú getur sagt eitt- hvað. Ég er búinn að segja henni, að þú sért á fótum. Hún sagði, að sér hefði þótt svo gaman hjá okk-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.