Dvöl - 01.05.1937, Síða 65

Dvöl - 01.05.1937, Síða 65
D V Ö L 199 sinni og tæki sér f ar heim með lest- inni; eða þá kaupa sér farmiða sjálfur og vera kominn á undan henni heim og láta hana finna sig þar, þegar hún kæmi aftur. En hann lá hreyfingarlaus í sandinum meðal hópa af ókunnum börnum, sem léku sér með rekur og fötur. Meðaumkunin með litlu stúlkunni, sem reikaði hér fram og aftur og leitaði án afláts, var farin að seitla inn í æðar hans, þar sem blóðið brauzt áfram í heitum gusum; því að nú var ástríðan einráð — ábyrgðartilfinningin, að svo miklu leyti sem hún hafði nokkurntíma verið með í spilinu, var með öllu horfin. Hann þráði Megan að nýju, þráði kossa hennar, litla mjúka líkamann, auðmýkt hennar og til- látssemi, alla hina kviku, heitu og tilgerðarlausu hrifningu hennar; þráði hið dásamlega æfintýri næt- urinnar góðu undir tunglslýstum greinum eplatrésins; þráði það allt svo óstjórnlega heitt, eins og skógarálfurinn þráir lækjadísina. Létta þvaðrið í litla, bjarta sil- ungalæknum, hinar gullnu breiður sóleyjanna, klettar gömlu „villi- mannanna“; galið í gauknum og vælið í uglunni; og rauður máninn, sem gægðist gegnum dökkt silki- tjaldið á hina hvítu, lifandi blóma- dýrð; og andlit hennar í gluggan- um, uppljómað af ást, og aðeins lengra í burtu en svo, að til þess yrði náð; hjarta hennar við brjóst hans, varir hennar snertandi varir hans, undir eplatrénu — allt þetta settist að honum. Samt lá hann hreyfingarlaus. Hvað var það, sem barðist gegn meðaumkun hans og þessari brennandi þrá og hélt hon- um máttvana og aðgerðarlausum þarna í heifum sandinum? Þrír glókollar — grannleitt andlit með vingjarnleg blá-grá augu, smávax- in hönd, sem þrýsti hönd hans, björt rödd, sem nefndi nafn hans — ,,Þér hafið þá álit á því að vera góður?“ Já, og eitthvað, sem líkt- ist því andrúmslofti, sem maður andar að sér í sumum gömlum af- girtum görðum í Englandi, þar sem vaxa nellikur, kornblóm og rósir, þar sem ilmur blómanna fyllir vitin — bjart og hlýlegt, óflekkað, næstum heilagt — allt það, sem honum hafði verið kennt að líta á sem gott og hreint. Og allt í einu flaug honum í hug: ,,Hún gæti komið hér niður að sjónum aftur og séð mig!“ Og hann reis á fætur og stefndi í áttina að klettinum við hinn enda f jörunnar. Þar lék svöl hafræna um andlit hans, og hann gat hugsað rólegar og með minni geðhita. Að fara aft- ur upp í sveit og elska Megan úti í skógunum og inni á milli klett- anna, þar sem allt umhverfið var villt og hæfði slíku lífi — það var honum ljóst að kom ekki til mála, alls ekki. En að flytja hana með sér í stóra borg, að halda svo al- geru náttúrubarni innan veggja takmarkaðrar íbúðar — skáldið í honum hryllti við þeirri tilhugs- un. Ástríða hans myndi fljótlega

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.