Dvöl - 01.09.1937, Síða 7

Dvöl - 01.09.1937, Síða 7
D V 0 L 269 og hrukkóttur vegna sífelldrar gufu. Hann var smám saman hætt- ur að finna til hitans. Þegar am- báttin lét þessi orð falla, sökkti hann bambusausunni dýpra niður í vatnið en venjulega og hrein of- urlítið við. Hönd hans skalf og vatn skvettist út yfir brún ketils- ins og niður á glóandi kolin í eld- inum, sem gáfu frá sér hvæsandi hljóð. Hann sagði ekkert, en lét sem hann skaraði í eldinn. Honum datt ekki í hug að tala við þessa vitlausu stelpu. En þegar hún var farin, minntist hann þess, að hún var ambátt í húsi Ling, og elzti sonurinn þar var embættismaður. Skyldi eitthvað vera hæft í þessu með nýja veginn ? Hann leit á gráa múrsteinsveggi litlu búðarinnar og fann til einskonar hræðslu. Þeir voru svartir af reyk og raka, og í þeim voru sprungur, sem hann mundi eftir frá bernskuárum sín- um. Sextíu feta breiður? Það var sama og að búðin væri rifin til grunna. ,,Ég krefst svo hárrar greiðslu, að þeir geti ekki keypt hana,“ hugsaði hann, „óhemju verðs —.“ Hann braut heilann um þá upp- hæð, sem væri svo há, að sjálfri stjórninni yxi hún í augum. „Ég krefst tíu þúsund dollara!11 Svo var hann rólegur að nýju. Hverjum mundi detta í hug að greiða tíu þúsund dollara fyrir þessa tólf ferfeta lóð og katlana tvo ? Hvar í heiminum væru til svo miklir peningar? Þegar faðir hans var ungur maður, hafði Ming- yuan, prins, byggt höll fyrir þá upphæð. Hann hló ofurlítið með sjálfum sér og sýndi syni sínum meiri þolinmæði eftir þetta. Nýi vegurinn gleymdist. Hann gætti katlanna fyrir barninu sem áður. Allt var í sínum fornu skorðum. Það var kornið undir hádegi dag einn. Hann hafði setzt niður til að hvíla sig og fá sér tebolla. Hann bjó sér ávallt til te, þegar hann hafði tæmt katlana í fimmta sinn, og áður en hann fyllti þá aft- ur, til þess að fullnægja eftir- spurninni um hádegisbilið. Þegar fólk hafði lokið við að kaupa vatn í morgunteið og áður en það byrj- aði að kaupa til miðdagsins, gat hann hvílt sig ofurlitla stund. Þá setti hann sonarson sinn á hné sér og lét hann drekka með sér. Hann brosti, þegar barnið greip báðum höndurn um bollann, drakk af honum og horfði með alvörusvip yfir bollabarminn. Állt í einu var barið harkalega að dyrum. Lu Chen setti barnið gætilega frá sér og færði tebollann þangað, sem það náði honum ekki. Síðan gekk hann til dyranna og dró tréslána til hliðar með hálf óvissum hand- tökum. Úti fyrir dyrunum stóð einkennisbúinn maður í gráum bómullarfötum. Það var ungur, hrokalegur liðsforingi. Hann virti Lu Chen naumast viðlits. „Herra,“ sagði Lu Chen var- færnislega, því að liðsforinginn bar

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.