Dvöl - 01.09.1937, Side 9

Dvöl - 01.09.1937, Side 9
D V 0 L 271 í höfði hans. Hann setti barnið aft- ur niður á gólfið og tók að fylla katlana og kynda eldinn af miklu kappi. Innan stundar fór vatnið að sjóða og gufan lyfti þungum tré- hlemmunum. Hann var stuttur í spuna við viðskiptavinina, og þeg- ar forvitna ambáttin með ljós- rauðu kinnarnar og svörtu, ósvífn- islegu augun kom, dró hann ofur- lítið af málinu og neitaði að fylla alveg ketilinn hennar, þó að hún léti í ljós mjög eindregna óánægju sína. : ,,Það verður bærilegt fyrir okk- ur, þegar nýi vegurinn kemur og leggur búðina þína í rústir, gamli svikari,“ sletti hún til hans, þeg- ar hann neitaði með öllu að láta af hendi við hana meira vatn. „Það er ekkert hægt að taka frá mér,“ hrópaði hann á eftir henni, og þegar hún svaraði því aðeins með hæðnishlátri, hrópaði hann aftur: ,,Hérna hefirðu ofurlítið í nýja veginn!" og svo hrækti hann á eftir henni. Stuttu síðar voru dyrnar opn- aðar og sonur hans kom inn. ,,Hvað er að frétta um nýja veg- inn?“ spurði hann letilega um leið og hann þreifaði eftir, hvort te- ketillinn væri enn heitur. ,,Jæja,“ sagði Lu Chen, ,,þú kemur þó heim til að fá mat. Hvar hefirðu verið í dag?“ ,,Ja, það er þetta með nýja veg- inn,“ sagði sonurinn og drakk volgt te gegnum túðuna á katlin- um. ,,Það er alveg rétt. Hann á að liggja hér framhjá. Hann tekur þrjátíu fet af horninu. Þá verður ekki meira eftir af búðinni, en helmingurinn af svefnherbergjun- um tveimur bak við.“ Lu Chen starði efablandinn á hann. Allt í einu greip hann því- líkt æði, að hann fékk þoku fyrir augun. Hann rétti út höndina og sló teketilinn úr hendi sonar síns, svo að hann féll á gólfið og brotn- aði í þrennt. ,,Þú stendur þama,“ sagði Lu Chen hásum rómi, ,,þú stendur þarna og drekkur te —.“ Þegar hann sá undrun uhga mannsins, fór hann að gráta og hraðaði sér síðan sem mest hahn mátti inn í svefnherbergið. Þegar þangað var komið, lagðist hann upp í rúmið og dró rekkjutjöldin fyrir. Þegar hann reis úr rekkju morg- uninn eftir, var hann ennþá reið- ur við son sinn, sem var að borða hrísgrjón og leit út eins og sak- leysið sjálft. Lu Chen hleypti brún- um og tautaði fyúr munni sér: ,,Já, þú borðar, og sonur þinn borðar, en þú hugsar ekki mikið út í, hvaðan peningarnir eigi að koma.“ En þrátt fyrir allt þetta, trúði hann því ekki, að þeir mundu raun- verulega taka búðinna af honum, og hann gætti verzlunarinnar eins og ekkert hefði í skorizt. Ellefta daginn eftir að liðsfor- inginn hafði komið, kom konan hans inn með óvenjulegan ótta- svip á daufgerðu andlitinu. „Það

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.