Dvöl - 01.09.1937, Page 16

Dvöl - 01.09.1937, Page 16
278 D V 0 L Fólk úr allri veröldinni á að geta gengið og ekið eftir þessum nýja vegi — veginum gegnum nýju höfuðborgina!“ Það var kallað á hann og hann þaut af stað. Lu Chen stóð kyrr og horfði á veginn. Óendanlega breiður breiddi hann sig út til beggja hliða, og með sinni óendanlegu lengd náði hann alla leið inn í fjarlægðina. Hann spurði sjálfan sig, hvað hann kynni að ná langt. Aldrei á æfi sinni hafði hann séð neitt svona feikilegt og beint. Eins langt og augu hans gátu greint, langt, langt út í fjarlægðina, hélt hann áfram, lengra, lengra, glæsilegur, aðdáan- lega nýr. Já, þetta var vissulega vegur! Jafnvel keisararnir höfðu ekki byggt slíkan veg! Hann leit niður á barnið við hlið sér. Dreng- urinn mundi auðvitað líta á veg- inn eins og sjálfsagðan hlut. Æskunni fannst allt svo sjálfsagt — til dæmis hvernig sonur hans hafði tekið eyðileggingu verzlun- arinnar. 1 fyrsta skipti notaði hann ekki orðið ,,rán“, þegar hann hugsaði um búðina sína. En hon- um datt í hug spurningin: Hafði nýi vegurinn verið nauðsynlegur, til þess að gera son hans að manni? Honum var Ijóst, að eins og hann hafði elskað búðina sína, svo elskaði sonur hans veginn, sem hann vann við. Hann stóð kyrr með barnið við hönd sér og horfði hugsandi á veg- inn, ígrundandi þýðingu hans. Já, þessi bylting — þessi nýi vegur! Hvert skyldi hann liggja? Valdim. Jóhannsson þýddi. Pearl S Buck, höfundur framanrit- aðrar sögu, er fædd í Ameríku 26. júní 1892. Faðir hennar var trúboði og fluttist til Kína meðan Pearl var barn að aldri. Þau hjónin tóku sér bólfestu langt inni í landi, og par ólst Pearl upp, án pess að hafa. nokkuð að segja af félagsskap jafnaldra leik- systkina. Barnaskóli var enginn í grenndinni, og lærði Pearl lestur og skrift af móður sinni, sem hún unni mjög. Fimmtán ára að aldri var hún send í heimavistarskóia í Sh; nghai, par sem hú:n dvaldist í tvö ár. Á peim árum segizt hún fyrst hafa kynnzt Kína og Kínverjum. Sautján ára kom hún í fyrsta sinn til Evrópu, m. a. til Englands, og paðan hélt hún til Ameríku, sem móðir hennar hafði kennt henni að líta á sem ættjörð sína. í Ameríku lauk hún skólanámi sínu með dvöl við Randolph Maoon Col- lege í Virginia. Hún undi sár aldrei vel meðal hinna anerísku félaga. Kvaðst ekki hafa pekkt pað líf, sem stallsystrum hennar var tíðræddast um. Síðan sneri Pearl aftur til Kína og annaðist móður sína af frábærri nær- gætni, í tveggja ára veikindum, sem drógu hana til dauða. Stuttu áður giftist Pearl ungum Ameríkumanni. Þau fluttust til Norður-Kína og dvöldu par næstu fimm ár. Þá sneru þau til Nanking, því að maður hennar liafði fengið stöðu við háskóla í borg'nni. Sjáif hefir frú Buck kennt ensku og enska bókmenntasögu í Nanking. Það fyrsta, sem birtist eftir frú Buck, opinberlega, var smásaga i tíma- ritinu Atlantic Monthlij árið 1923. Fyrsta stóra skáldsagan hennar kom út 1930 og nefndist Austanvindur — Frh. á bls. 304

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.