Dvöl - 01.09.1937, Síða 33

Dvöl - 01.09.1937, Síða 33
D V ö L 295 tré með fögrum greinum. Hún mundi ekki brotna. I fyrsta sinn á kveldinu lifnaði von í huga hans. Drykkurinn hafði vermt hann eitt andartak, og honum fannst að það væri um von að ræða. — Já, henni batnar vonandi, sagði hann. Þegar hann kom út aftur, var símaklefinn tómur. En Rundström fór ekki þangað inn. Hann gat ekki hugsað sér að heyra enn á ný þreytta móðurröddina. Léttari á fæti gekk hann aftur inn í hátíðasalinn. Hitinn streymdi á móti honum. Hann hallaði sér upp að veggnum, dálítið ör í höfð- inu eftir koníakið. Augu hans námu staðar við unga frú í svörtum kjól. Mjall- hvítar axlir hennar stungu í stúf við svarta silkið. Hún var eins og ljós jurt upp úr svartri mold. Líkingin við unga tréð kom aftur upp í huga hans. Já, konurnar voru eins og gróður, veikur en fagur gróður. Þær visnuðu. — Nei, hann vildi ekki hugsa um það. Þessi unga frú var á ferð í bæn- um, átti litla dóttur og bjó á hótel- inu yfir hátíðina. Tveir herrar sóttu ákaft eftir henni. Þeir ráku nærri því saman ennin, þegar þeir beygðu sig yfir hvítar herðar hennar. Þeir voru broslegir og heimskulegir. Tveir hanar, sem sátu um að rjúka hver á annan! En þetta átti við hana. Hún skipti milli þeirra ofurlítilli blíðu, örlítilli, aðeins til þess að halda þeim við, eins og þegar fugli er gefið. Annars hugsaði hún bara um sig sjálfa. Rundström virtist jafnvel, að hann fengi einn örlítinn bita, þeg- ar hann leit til hennar. Hann greip ákaft móti honum og gleymdi dóttur sinni eitt andartak. Hljóm- sveitin hætti að spila um stund og aftur var mikið að gera. Hofmeistarinn gekk framhjá. ■— Farðu upp á númer 11 og athugaðu, hvort litla stúlkan sef- ur, sagði hann. — Frúin má ekki vera að því, og stúlkan er annars- staðar. Augu þeirra mættust og báðir litu þeir síðan á svartklæddu frúna. Umhverfis munn hofmeist- arans vottaði fyrir hæðnisbrosi. Já, þeir þekktu báðir vel þessar frúr, sem ferðuðust, og skildu börnin sín eftir, einsömul og myrk- fælin, í stóru hótelherbergjunum. Rundström yfirþjónn fór í lyftunni upp á númer 11. Hann var þreyttur í fótunum. Lyftudreng- urinn, með húfuna í vanganum, raulaði síðasta danslagið, sem ómað hafði neðan úr salnum. Rundström gekk hljóðlega gegnum rökkvaða gangana, þar sem dauf ljós brunnu. Hann opn- aði dyrnar á nr. 11. Vindstroka blés á móti honum. Glugginn var opinn, og uppi í honum stóð lítil stúlka, þriggja til fjögra ára gömul, með útbreiddan faðminn. Rundström tók viðbragð. I einu vetfangi stökk hann yfir gólfdúk- inn og greip barnið í fang sér.

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.