Dvöl - 01.09.1937, Qupperneq 38

Dvöl - 01.09.1937, Qupperneq 38
300 D V ö L að þau fötin, sem minnst sér á, hafi verið grafin um hásumár, þegar dýpst var á klaka, og skömmu síðar hafi frostið náð þeim og þau legið í klaka síðan. Á annan hátt er ekki hægt að skýra það, hve vel þau hafa geymzt. Það sást glöggt, að grafirnar höfðu að- eins verið teknar niður á klaka — ekkert klakahögg hafði farið fram. Og þegar þess er nú gætt, að meginhluti klæðanna er jafn- gamall, eða frá því um aldamót- in 1400, þá liggur nærri að álykta, að um það leyti hafi orðið snögg veðráttubreyting til hins verra og jarðklaki hafi farið vaxandi. Herjólfsnes er á 60 gr. n. br. og það hefir vakið undrun meðal manna, að þar skyldi geta verið klaki í jörð að nokkru ráði. En rekísinn, sem venjulega fyllir hvern fjörð við suðurodda Græn- lands mikinn hluta sumars, mun eiga sinn þátt í því. Seinustu árin hefir verið mikið minna um ís þarna en áður, og þegar dr. Nör- lund kom aftur til Herjólfsness 1926 og tók að rannsaka þar, komst hann að raun um það, að enginn klaki var lengur í jörð, hvorki í kirkjugarðinum né um- hverfis hann. Á ýmsum öðrum stöðum, þar sem klaki var áður í jörð allt árið, varð nú ekki vart við hann. Þessi staðreynd gerir allt málið flóknara, en sýnir að enn hafa menn allt of ófullkomnar upplýs- ■ipgar um jarðklakann í Suður- Grænlandi. Dr. Nörlund segir að margt geti valdið því að hann sé misjafnlega mikill, t. d. það, að meiri gróður hafi verið þar áður og hindrað sólarhitann að verma jörðina. En vegna þessa verður ekki fullyrt, að fornleifafundur- inn á Herjólfsnesi sé fullkomin sönnun þess, að harðindi hafi ráð- ið niðurlögum Grænlendinga. Þó ■— hér hefir fatnaður geymzt nær óskemmdur í jörð í 500 ár, og þekkist slíkt hvergi annars staðar í heiminum. En það er margt fleira en rann- sóknirnar á Herjólfsnesi, sem bendir til þess að veðrátta hafi spillzt í Grænlandi einhverntíma eftir landnám íslendinga. Því verður ekki í mót mælt, að land- ísinn hefir breitt úr sér síðan á miðöldum. Ýmsar gamlar bæja- rústir eru við firði, sem nú eru fullir af ísi ár hvert og algjörlega óbyggilegir. Þá ber og þess að geta, að prófessor Knud Jessen hefir með rannsóknum sínum hjá Görðum í Einarsfirði komizt að raun um það, að þar hefir verið miklu meira um stórblaða björk heldur en nú. Þetta er þýðingar- mikil athugún, því að hún styður þá kenningu, að veðrátta hafi ver- ið mildari þar á miðöldunum held- ur en nú er. Og ef það kemur í ljós, að sama máli er að gegna víðar í landinu, þá getur þetta orð- ið’ óræk sönnun fyrir veðráttu- breytingu til hins verra. Þessar athuganir eru ekki ein-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.