Dvöl - 01.09.1937, Page 40

Dvöl - 01.09.1937, Page 40
302 kjálkunum. En ekki varð þess vart, að fólkið hefði misst tennur af skyrbjúg. Þetta slit á tönnun- um stafar ekki af því að tyggja kjötmeti. Slit á Skrælingjatönnum er miklu minna. Ástæðan til þessa mikla slits hlýtur að vera sú, að Grænlendingar hafi lagt sér til munns óhreina, sönduga jurta- fæðu til þess að afla líkamanum koivetna, þegar féð var fallið og þeir höfðu enga mjólk. Kjöts og fiskjar hafa þeir eflaust getað afl- að sér, og hafa hlotið að gera það, annars hefðu þeir dáið úr hungri. Hauskúpurnar sýna, að heilinn hefir verið undarlega lítill, en þær bera ekki nein merki kynblöndun- ar við Skræhngja. Þá minnist dr. Nörlund á það, hverja sögu hafi að segja beina- grindur tveggja kvenna, sem vc_u innan í kjólum þeim, sem bezt höfðu geymzt. Þegar lokið var við að hreinsa annan kjólinn og ganga frá honum, var hann hengdur upp, og þá tóku menn eftir því, að hann var einkennilega skakkur. Rann- sóknir Hansen prófessors á beina- grindinni leiddu nú í ljós, að kon- an mundi hafa verið milli þrítugs og fertugs og hún hafi verið krypplingur. Auk þess hefir hún haft mikla hryggskekkju ^ og svo mikla grindarskekkju, að hún hefði ekki getað alið barn. Hún hefir verið um 150 cm. há, eða með allra stærstu konum á sinni tíð, enda þótt hún hafi sýnzt lægri vegna hryggskekkjunnar. D V ö L Konan, sem grafin var í hinum kjólnum, hefir verið 25—30 ára að aldri, ekki hærri en 138—140 cm. og mjög grannvaxin. Hún var líka með hryggskekkju. Grindin var skemmd og skökk — afleiðing af rachitis, og merki þess sjúkdóms sáust líka á fleiri beinum hennar, t. d. hauskúpunni. Þessi kona hef- ir líka verið ófær til að ala barn, að minnsta kosti án læknishjálpar, en henni var ekki til að dreifa. Þessi tvö dæmi spá ekki góðu um kynaukningu Grænlendinga. Og allt annað, sem sjá mátti á beinagrindunum benti á deyjandi þjóð. Reynsla hunguráranna í stríðinu sýnir, að það kemur fljótt fram á beinum mannsins, ef hann fær ekki næga fæðu. Og hér sjást giögg merki þess, að Grænlending- ar hafa ekki haft næga fæðu. Auk þess verður að gera ráð fyrir, að þeir hafi verið orðnir úrkynjaðir, af því að fólk, náið að frændsemi, giftist lið eftir lið. Það er enginn efi á því, að fáir hafa flutzt til landsins eftir 1200, og jafnframt hefir þjóðinni fækkað, svo að um nýja blóðblöndun er ekki að tala. T jóðin er því orðin gerólík hinum hraustu landnámsmönnum, sem voru svo sterkir, að Skrælingjar féllu í stafi. Þjóðsögur þeirra segja t. d. frá einum manni, sem hafi verið svo sterkur, að hann hafi leikið sér að því að bera sinn full- orðinn vöðuselinn undir hvorri hendi. En fornleifafundurinn á Herjólfsnesi segir frá athafnalitlu,

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.