Dvöl - 01.09.1937, Page 43

Dvöl - 01.09.1937, Page 43
D V ö L 305 Undir yfirborði vitundarinnar Eftir Edward Acheson Kressman læknir páraði eitt- hvað á blaðið, sem lá á borðinu fyrir framan hann, og hallaði sér svo aftur á bak í stólinn. Um hvað var hún nú að tala ? Enn einu sinni um bernsku sína, þegar enginn skildi hana, eða.hvað? Hún var þreytandi sjúklingur, þessi frú Benson. Peningarnir höfðu eyði- lagt hana. En skapgerðin var hrein og bein. Hún þjáist af þráhyggju. Telur sífellt og án afláts. Það er algengt einkenni . . . Telur stigaþrep, upp og niður, telur tré, bækur í hill- um, lokar augunum og ímyndar sér langar raðir af einhverjum hlutum og telur svo og telur . . . Telur upp úr svefninum . . . Þetta er allt mjög einfalt og auðskilið, aðeins ef hægt væri að skýra það fyrir sjúklingnum sjálfum . . . . Hún telur til þess að þurfa ekki að hugsa um eitthvað, eitthvað, sem hún vill ekki hugsa um, eitt- hvað, sem hún óafvitandi, en vegna áhrifa frá undirvitundinni, er ákveðin í að hugsa ekki um . . . En fyrr eða síðar kemur nú að því, að hún verður að hugsa um það. Ef hún heldur áfram við sál- könnunina, kemur það fyrr eða síðar í ljós, þetta, sem hún fyrir- lítur svo mjög og reynir svo ákaft að fela fyrir sjálfri sér . . . Þá hættir hún að telja . . . Þá er ekk- ert til lengur, sem þarf að hylja . . . Er hún nú að tala um föður sinn? . . . Nei, manninn sinn. Hún ætti ekki að vera í vandræðum með að finna skyldleikann þar á milli, þeir tveir eiga svo margt sameig- inlegt . . . Konumar dragast allt- af ósjálfrátt að þeim mönnum, sem líkjast feðrum þeirra; þannig fer náttúran að, svo að ættin blandist ekki um of ólíku blóði. Að minnsta kosti var það svo um hana . . . þessa frú Benson. Svo einföld var ekki skýringin á meini hennar . . . Það átti einhverjar dýpri rætur . . Látum hana tala. Klukkutíminn var senn á enda, hvort sem var. Læknirinn kæfði niður geispa. Hann var dauðþreyttur. Hann hafði ekki getað sofið nokkrar und- anfarnar nætur. Eitthvað nagaði hug hans sí og æ og hélt vöku fyr- ir honum. Það var ekki satt. Hann vissi, að það var ekki satt. En hann gat ekki hrundið því frá sér. Það beið við rúmið hans eins og dyggur varðmaður og vék ekki þaðan. Og þegar hann leit til konu sinnar, áður en hann slökkti ljósið. þá vissi hann, að hann myndi ekki

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.