Dvöl - 01.09.1937, Page 47

Dvöl - 01.09.1937, Page 47
D V ö L 309 „En ég fæ ekki séð, hversvegna þú getur ekki komið“, sagði hún. „Þetta hefir verið svo voðaleg- ur dagur fyrir mig. Óskaplega erf- iður, góða mín. Það má vel vera, að sjúklingunum finnist þetta þreytandi, en það skyldi ekki standa á mér að skipta við þá, hvenær sem væri.“ „Var það sú sama?“ spurði Bar- bara. Læknishjónin nefndu aldrei nein nöfn, varðandi starf læknis- ins. Það var regla, sem ekki var vikið frá. „Sú sama“ var látið tákna frú Benson. „Einmitt. Sú sama!“ sagði lækn- irinn og brosti. „En þar er nú þráð- urinn senn rakinn á enda. Hún verður orðin alheilbrigð eftir hálf- an mánuð — eða fyrr, ef hún kem- ur á hverjum degi.“ „Er það Ödipusar-flókinn ?“ spurði konan. Hún vildi gjarna ímynda sér, að hún væri dálítið „með á nótunum“ í starfi manns- ins síns, og því hafði hún, eins og sjálfsagt og eðlilegt var, lagt æði- mörg vísindaleg orð á minnið, án þess að hafa gert sér fyllilega ljóst, hvað við var átt með þeim. „Það er nú talsvert meira og margbrotnara. Hann er raunar með í spilinu, en það, sem erfiðast er viðfangs, á sér dýpri rætur. Hún er kona, sem hefir mjög strangar siðferðilegar skoðanir. Hún hefir framið eitthvað það, sem enga erfiðleika hefði haft í för með sér fyrir aðrar konur, sem veikari eru á svellinu. Tvö öfl í eðli hennar heyja niskunnarlaust stríð hvort gegn öðru. Hún reynir að gleyma. Hún reynir að gera sér í hugar- lund, að hún hafi ekki framið það eða hugsað. En í undirvitund sinni veit hún, að hún hefir gert það. Og henni er ómögulegt að fá sig til þess að játa það, jafnvel ekki fyrir sjálfri sér, þegar hún er ein hjá mér. En það nálgast nú meir og meir yfirborðið.“ „Hefir hún veríð manni sínum ótrú?“ spurði Barbara. „Ég er hræddur um það,“ svar- aði læknirinn og leit snöggvast á það, sem hann hafði hripað á blaðið. „Sagði hún þér það?“ ,,0-nei. Ekki beinlínis. En við höfum nú lag á að komast eftir slíku án þess.“ „Og oftast farið þið villir veg- ar“, sagði kona hans og brosti. „Ég skal játa, að það kemur fyr- ir. En það er ekki oft. Því nær aldrei, þegar líkt stendur á og hér. Fá sálfræðileg fyrirbrigði eru jafn algeng og yfirfærslan, það að til- einka öðrum sínar eigin veilur. Hún hugsar sér sjálfa sig sem einhverja konu, er ekki hefir að öllu leyti þrætt vegi dyggðarinnar, ein- hverja konu í veraldarsögunni eða þá einhverri skáldsögu, eða kann- ske sem einhverja kunningjakonu sína. Og svo tekur hún sig til og ver málstað hennar. Ekki sinn eigin, skilurðu. Heldur hinnar konunnar. Ef hún. gæti varið pinn

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.