Dvöl - 01.07.1938, Qupperneq 4

Dvöl - 01.07.1938, Qupperneq 4
162 D V Ö L þá seldi hann skipverjum ferskan mat og selskinn, en fekk í staðinn niðursoðnar vistir, ýms verkfæri og peninga. Peningana geymdi hann í gömlum kexkassa úrblikki. Það var bankinn hans. Hann var að líta eftir sel, en kom allt í einu auga á eitthvert rekald á sjónum, sem máfarnir sveimuðu yfir, forvitnir og garg- andi. „Pað er bátur!“ hrópaði hann upp yfir sig. „Sem straumurinn hefir borið hingað. En hvað er í honurn? Hversvegna eru máfarn- ir svona áfjáðir?“ Eftir stundarkorn barst báturinn upp í fjöruna. Sólbrúnt andlitið á Lenoir fölnaði. Tveir menn lágu ienn í botni bátsins. Peir voru auð- sjáanlega hásetar af einhverju skipi. Honum varð þegar ljóst, að annar var dáinn; það gat hugsazt, að hinn Ijóshærði risi, á að gizka rúmlega þrítugur, væri enn með lífsmarki. Hann rogaðist með báða menn- ina upp í fjöruna og fór svo að reyna að lífga þann, sem ekki var enn orðinn ískaldur. Hann neri limi hans, he'lli ofan í hannrommi og reyndi í skemmstu máli sagt allt, sem honum ga't til hugar komið, í því skyni að vekja þenna skipbrotsmann til lífsins. Lenoir var ekki mikill tilfinn- ingamaður eða gjarn til við- kvæmni, en nú hreyfði sér í brjósti hans einhver alda, sem hann hafði aldrei orðið var við fyrr á æfinni. Hann hafði háð harða baráttu fyrir íeigin lífi á flestum höfum heims og víða um Iönd. En aldrei hafði sú bitra reynsla snert við þeim strengjum sálar hans, sem hann fann nú titra svo raunalega og sorgþrung- ið, þegar hann háði baráttuna fyr- ir lífi þessa ókunna manns, á eyði- jey úti í rieginhafi, meðan morgun- sólin skein á austurloftinu og sjó- fuglarnir hringsóluðu háværir yfir höfði hans. Að lokum opnaði maðurinn augun. Lenoir fylltist fögnuði. Nú vissi hann, að sér myndi takast að bjarga honum. Hann hamaðist hálfu meira en fyrr við lífgunar- tilraunirnar, og áður en langt leið, gat maðurinn skjögrað með stuðn- ingi hans upp að kofanum. „Hvar er ég?“ spurði maðurinn að nokkrum tíma liðnum. Hann talaði ensku með dáli.lu kokhljóði. Lenoir fræddi hann á því. Þeir væru á eyju í Suðurhöfum og skeinmst væri til lands í Afríku. „Hvernig Iíður Dananum, fé- laga mínum?“ „Hann er dáinn. Ég ætla að grafa hann við bjargræturnar hérna fyrir neðan kofann......... Hvernig stóð á að ykkur rak hing- að?“- Einn Iiinna óteljandi harmleika hafsins hafði valdið því, að þessi ókunni maður barst til eyjarinnar. Það hafði kviknað í skipinu, sem hann var á og skipshöfnin farið í bátana. Og af þeim sjö, semvoru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.