Dvöl - 01.07.1938, Side 9
DVÖL
167
pokann“.
„O, láttu þér <ekki detta það í
hug“, hreytti Keller út úr sér.
Þeir námu staðar og gláptu
hvor á annan. Allt í einu urðu
þeir gripnir blindri ástríðu. Ofsi,
sem ekkert átti skylt við óskir og
vilja þeirra sjálfra, rak þá til at-
lögu. Án frekari orðaskipta óðu
þeir saman.
Pöglir og æðisgengnir neyttu
þeir ýtrustu orku.
Stundarkorn veitti hvorugum
betur, en svo féll Keller afíur á
bak. Hann stóð á fætur og bjóst
til þess að ráðast aftur á Lenoir.
En skyndilega virtist honum detta
'eitthvað nýtt í hug. Hann hopaði
dálítið til baka og fór með hönd-
ina niður í vasa sinn. En þegar
Lenoir sá blika á hníf í hendi
mótstöðumanns síns, greip hann
um úlflið hans.
Einvígið hélt nú áfram af hálfu
meiri grimmd en áður. Þeir féllu
báðir á jörðina, ultu hvor ofan á
annan á víxl og ráku upp hás og
reiðiþrungin óp. Hnífurinn hafði
dottið úr hendi Kellers og lí nú
s'kammt frá þeirn. Lenoir teygði
s'ig af öllum mætti í áttina til
hans og tókst að ná honum. Nú
hafði hann líf andstæðings síns
á valdi sínu.
En hann notaði ekki hnífinjn.
Hann sleppti tökúnum á Keller,
sem varla náði andanum vegna
mæði, stóð svo sjálfur lafmóður
á fætur og hélt ennþ'á á hnífnum
í hendinni.
„Ég get ekki fengið mig til
þess að svipta hann líftórunni“,
muldraði hann.
„Fyrst ég einu sinni kom1 í vegj
fyrir að hann sálaðist, get ég ekki
farið að drepa hann núna . . . Og
í þessi seytján ár . .
Hann gekk burt, en sneri svo
við og kom til Kellers. Þjóðverj-
inn drattaðist á fætur, en drúpti
höfði, þegar hann stóð augliti til
auglitis við Frakkann. Hann var
orðinn blár í framan og svipur
hans lýsti blygðun og reiði.
„Nú er okkar sambúð lokið“,
sagði Lenoir. „Lokið fyrir fullt
og allt. Þú getur fengið helming
alls þess, sem við eigum. Þú
getur tekið bátinn og farið á
honum til eyjarinnar þarna vest-
ur frá. Þú getur komist eins vel
af þar eins og hér. Ég verð eftir
og flyt mig hérna austur á eyjuna.
Þá komum við aldrei hvor fyrir
annars augu . . .“
En þegar Keller svaraði engu,
heldur fór að búa sig undir burt-
förina, sagði Lenoir við sjálfan
>>Og þegar skip fara fram-
hjá, sér liann þau betur en ég
. . . . Þegar á allt er litið, vildi
ég helzt komast aftur til Evrópu.
Ég vil fara þangað, þar sem allt
þetta er að gerast. . .
Öljósar endurminningar vökn-
uðu í huga hans. Myndum brá
fyrir á ringulreið,, myndum, sem
hann kannaðist þó við. Hann sá
smáþorp, sem stóð við breiðan
og beinan þjóðveg . . . dreng,