Dvöl - 01.07.1938, Side 13
DVöL'
171
lands og menningu þess og segir
meðal annars: „Stjórnarfarslegt
sjálfstæði hefir ísland eignazt, en
hvað menningu snertir er jrað með
húð og hári selt Danmörku og
I>ar klafabundnara en nokkru sinni
áður“. Engum getur blandazt hug-
ur um að hér á hún vitanlega við
nýmenning íslenzku bæjanna og
I>ó ekki sízt höfuðborgarinnar.
k’essi gífuryrtu ummæli virðast
ekki lítið athyglisverð, en jrað
nndarlega skeður, að þau sýnast
ekki hafa valdið nokkurri athygli
hér, ekkert blað minnst á þau,
ekkert tímarit. Og nokkrum árum
áður sátu þó kjörnir fulltrúar
I>jóðarinnar og létu raust sína
gjalla frá sölum Alþingis og sam-
þykktu einum rómi að sjálfsagt
væri að skilja við Dani þegar fyll-
mg tímans kæmi. Eins og börn,
sem leika sér að gullunr í brenn-
andi húsi, virtust þeir þess grun-
lausir með öllu, að höfuðborg
landsins væri í rauninni alltaf að
I>okast menningarlega séð í átt-
ma fii Kaupmannahafnar, svo áð-
Ur langur tími liði, yrði hún eins-
konar úthverfi hennar, myndi því
blgangslítið þjóð, sem glatað hefði
siniun dýrasta arfi, menningu
shmi, þó að hún heimti til mála-
mynda ytra sjálfstæði.
Sérhver sterk menningarþjóð á
sma fastmótuðu drætti í svip,
fi'amkomu, Iífi. Hún leitast við að
vera trú í því bezta í sjálfri sér og
•'eynir í lengstu lög að halda vörð
11 m sín fornu, helgu vé, haldasín-
um siðum, búningi, venjum.
Svo sem kunnugt er, er höfuð-
borg vor enn ung og líf hennar
lítt mótað. Frjáls, þjóðlegur andi
hefir enn ekki merkt sér marga
drætti. Er það t. d. ekki Kaup-
mannahöfn, sem segir fyrir verk-
]umi í hverjum veitingasal, er það
ekki hún, sem yfirleitt stingur nefi
'sínu í hvers nnanns pott og eldar
hans mat? Og hver ræður búningi
og tízku? Langsamlega mest
borgin við blátt sund, að svo
miklu leyti, sem sú tízka er ekki
aljajóðleg. Og af full mikilli ein-
feldni er oft við ginið. T. d. getur
stundum að líta skikkanlegar
kvenpersónur ana beint út í reyk-1
vískan dag dubbaðar frá hvirfli
til ilja eins og konur þæ]i* í stór-
borg, sem selja blíðu sína í skjóli
kvöldskugganna og hnitmiða allan
sinn búning við þá atvinniu.
Hinn hreinræktaði höfuðstaðar-
búi er einskonar Vesturheimsfari,
sem byggir nýlendu sína á ís-
lenzkri strönd. Hann er menning-
arlega séð útflytjandi án þess að
fara úr landi. Öllu sambandi við
sveit og forna menningu að kalla
slitið. I>að sem mest einkennir líf
hans er eftirlíkingarhneigð, apa-
mennska, svívirðilegasti undir-
lægjuskapur við erlenda tízku,
stefnur og þjóðir. Á öllum sviðum
er rótleysi, upplausn. Slíkt áber-
. andi í trú, siðgæði og lífsvenj-
um.
Jón Ben í „Den 30. Generation(<
Kambans er ágæt spegilmynd ai