Dvöl - 01.07.1938, Síða 21

Dvöl - 01.07.1938, Síða 21
D V ö L 179 Hann rétti dyraverðinum blóm- in. „Viljið þér gjöra svo vel og bera þetta upp fyrir mig“. Svo gekk hann inn um hliðið. Hann ætlaði' sér að hlaupa upp tröpp- urnar, sem lágu að aðalinngang- inum, en uppgafst á miðri leið, og þegar hann var kominn inn í anddyrið, blés liann eins og smiðjubelgur. Þegar honum var vísað inn í salinn, tók hann eftir því, að út úr svip allra mátti lesa undrun og vandræði. Samtalið hafði hætt og allt orðið hljótt, þegar prófess- orinn birtist í dyrunum. Prófessor Gori var líka yfir sig undrandi, og stóð eins og negld- Ur upp við dyrastafinn. Hann horfði flóttalega umhverfis sig og fannst hann vera eins og á milli tveggja elda. Allir gestirnir voru vinir, kunn- ingjar og ættingjar brúðgumans. Gamla frúin þarna hinumegin var sennilega móðir lians, og þessar tvær til hliðar við hana voru ef til vill systur lians eða frænkur. Prófessorinn hneigði sig klunna- lega eins og fíll. En, herra trúr! Nú brakaði og brast í saumunum! Hér var liann þó í laglegri klípu. Hann leit á fólkið til þess að vita, hvort nolkkur hefði tekið eftir saums'krattanum undir hendinni. Það tók enginn undir kveðju hans, eins og að hún væri alger- lega óviðeigandi á þessari sorgar- °g alvörustund. Nokkrir gestanna stóðu í hnapp umhverfis ungan mann, sem Gori fannst hann þekkja sem brúðgum- ann. Hann skálmaði því beina leið til hans. „Herra Grimi?“ „— Fyrirgefið, herra, Migri“. „Já, auðvitað Migri! Hugsið yð- ur. Ég hefi í allan dag verið að reyna að grafa upp nafnið yðar. Ég gat upp á Grimi, Mitri og Griti, en Migri datt mér ekki í hug. Þér verðið að afsaka. Ég er prófessor Fabio Gori. Þnð var ég, sem — — —“. „Það gleður mig“, greip mað- urinn kuldalega fram í. En skyndi- lega var eins og honum kæmi nokkuð nýtt í hug. „Já. Gori —. Já, auðvitað! Það eruð sem sagt þér, sem eruð — ja, hvað skal segja — upphafs- maðurinn, já, upphafsmaðurinn — eða hin raunverulega orsök þessa raunalega brúðkaups. Bróðir minn hefir sagt mér, að — — —“. „Hvað! Afsakið! Svo að þér er- uð bróðir — —“. „Garlo Migri, já“. „Gleður mig mjög mikið. Þið eruð svo fjarskalega líkir. Þér verðið að afsaka, herra Gri — nei, herra Migri. Þér verðið að fyrirgefa, því að þetta kom yfir mig eins og þruma úr heiðskíru lofti“. Migri bandaði óþolinmóðlega með hendinni. „Mætti ég kynna yður fyrir móður minni?“ „Með sérstakri ánægju“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.