Dvöl - 01.07.1938, Síða 24

Dvöl - 01.07.1938, Síða 24
182 D V Ö L var ekki hlaupið að því að koma þessu fram, gegn vilja allrar fjöl- skyldunnar. Hann var í standandi vandræðum. Cesera lyfti upp höfðinu og benti á móður sína. „Sjáið þér, prófessor!" Gori saup hveljur af vonzku, og svaraði svo hryssingslega, að nemandi hans varð undrandi. „Já, vina mín. Já. Rístu nú á fætur. Ekki orð. Stattuupp Fljótt! Upp! Upp! Gerðu það fyrir mig, að standa upp! Cesera reyndi nú af fremsta mætti að hrista af sér örvænt- inguna. Hún leit undrandi á pró- fessorinn og spurði: „Hvers- vegna — — ?“ „Barnið mitt. Af því að þú — — —. Ja, hvað um það. Um fram allt, rístu nú upp! Ég er búinn að segja það, að það jjýð- ir ekkert að reyna að stilla mig.“ Cesera stóð á fætur. En þegar henni varð litið á móður sína í rúminu, setti að henni ákafan grát og hún greip fyrir andlitið. Prófessorinn þreif í hana. „Nei, nei, nei! Ekki að gráta. Vertu hughraust, barnið mitt. Heyrirðu það“. Hún sneri sér við, kjökrandi og næsta skelkuð. ,,Hversvegna má ég ekki gráta?“ „Pú mátt ekki gráta, af því að nú er enginn tími til þess“, sagði prófessorinn höstuglega. „Pú stendur ein uppi í þessari vcröld, og nú er að duga eða drepast fyrir þig. Skilurðu jrað? Já, og ]>að strax. Jafnaðu þig nú svo- Iítið, en bíttu svo á jaxlinn og gerðu það, sem ég segi“. „Hvað þá, prófessor?“ „— Ekkert. Taktu fyrst og fremst þessar klemmur úr hár- inu á þér!“ „Ó, guð minn góðúr!“ stundi aumingja stúlkan, og lyfti skjálf- andi höndunum upp að höfðinu á sér. „Hughraust nú, stúlka mín“, sagði prófessorinn vingjarnlega. „Gakktu svo inn og klæddu þig í kjól, settu á þig hatt og komdu svo með mér“. „Hvert — —? Hvað eruð þér að segja, prófessor?“ „Til ráðhússins, barnið mitt“. „Hvað segið þér, prófessor?“ „Fyrst á bæjarskrifstofuna og svo til kirkjunnar. Brúðkaupið verður, nú eða aldrei. Annars cr úti um Júg. Sérðu ekki hvað ég er búinn að laga mig til þín vegna? Ég er í kjólfötum! Ég gæti verið brúðguminn, ef með þyrfti. Láttu vesalings móður þína eiga sig hérna. Þú ert þó ekki að gera neitt ljótt. Hún sjálf — hún móðir þín — — hún vill þetta! — Hlustaðu nú á mig og jafnaðu þig. Ég skal koma þessu í lag. En þú verður að flýta þér“. „Nei, nei! Hvernig á ég aðgeta þetta?!“ hrópaði Cesera ör- vingluð, fleygði sér á hnén við rúmið og grúfði sig niðuir í sæng- urfötin. „Petta dugar ekkert! Ég
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.