Dvöl - 01.07.1938, Page 45

Dvöl - 01.07.1938, Page 45
D V Ö L 203 flokknum skilyrðislaust sitt and- lega sjálfstæði. Sá 'maður finn- ur aldrei sannleikann, sólin mun aldrei ná að skína í heiði yfir veg hans. Hann gleymdi einu mik- ilsverðu atriði. Hann gleymdi að leifa sannleikians í sinni eigin sál, gleymdi að hlusta á sinn eigin hjartslátt. Fyrir 30 árum síðan barst merki- leg félagshreyfing hingað til Iands, sem markaði djúpt spor í menn- ingarsögu íslendinga á mörgum sviðum. Petta voru ungmennafé- lögin, sem áttu í upphafi, og hafa alltaf átt, símar dýpstu rætur í dreifbýli sveitanna. En hverskonar menn vorii svo þessir fyrstu ungmennafélagar? Þ,að voru langflestir af þeim sveitapiltar, sem höfðu fengið að lifa sínu sjálfstæða æskulífi í kyrrð og friði sveitalífsins, með öllum hinum mörgu draumum og þrám þess tímabils. Boðskapur ungmennafélaganna og innri ylur kom nú eins og sól-, skin og dögg yfir líf þessara ungu manna, svo að akrarnir stóðu nr hvítir til uppskeru. Þeir fundu þarna farveg veruleikans fyrir æskuhugsjónir sínar. Margir þessir menn koniu eins og Jóhannes skýrari út úr eyði- mörkinni, fullmótaðir menn með sjálfstæðar skoðanir. Þeir höfðu á sinn hátt glímt við drottinn, eins og Jakob forðum. Þeir höfðu á einverustundum glfmt við þau úr- Iausnarefni, sem mætir hverjum ungum manni, og tekið sína sjálf- stæðu afstöðu til þeirra. Það voru menn, sem áttu rætur og vissu hvað þeir vildu. Æfintýrapólitík nútímans hefði naumast getað freistað þessara manna, eða kveikt nokkurn slík- an eld innra með þeim, sem ung- mennafélögin gerðu. En þó að hér séu nefndir hinir fyrstu ung- mennafél'agar má svipað segja um þá æskumenn yfirljeitt, sem þá voru að alast upp hér í sveitum fandsins. Boðskapur ungmennafélaganna var ekki alþjóðlegur, en hann var þjóðlegur. Þessvegna féll hann í góðan jarðveg hjá þessum ungu mönnum, sem allir voru, fyrst og fremst, synir átthaga sinna. Þeir höfðu gengið gegnum þann þýð- ingarmikla bekk í skóla lífsins, sem kennir að átthaga-ástin verði að vera undirstaða víðfeðmari samúðar og ástar á löndum og þjóðum. Og manni kernur ósjálfrátt í hug það, sem Roussau sagði fyr- ir nær því 200 árum: „Ég treysti ekki á þá alheimsborgara, sem í ræðu og riti þykjast vera að upp- fylla þær skyldur, sem þeir eru ekki menn til að uppfylla í sínum heimahögum. Slíkir menn elskaút- lendinginn til þess, að vera lausir við að liugsa um náunga sinn“. — En svo kemur heimsstyrjöld- in og grípur á mjög alvarlegan hátt inn í þessa heilbrigðu þró- un, sem átti sér stað innan ung-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.